fbpx

FRAM.is komin í nýjan búning

Sælir FRAMarar!

Núna hefur heimasíða Knattspyrnufélagsins FRAM verið tekin í gegn og klædd í nýjan búning. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á síðunni og eiga nokkur atriði eftir að bætast við á næstu dögum.

 

Meðal helstu breytinga ber að nefna að spjallið sem var til staðar á gömlu síðunni er ekki lengur til staðar í sama formi. Hugmyndin er að færa almennar umræður stuðningsmanna yfir í commentakerfi sem fylgir með hverri frétt og er beinttengt samfélagsvefnum facebook.

 

Önnur stór breyting er að núna verða nýjustu fréttir sýnilegri á forsíðunni. Fimm nýjustu fréttirnar hverju sinni verða mjög áberandi efst á forsíðunni í formi slider. Þetta gerir það að verkum hver frétt fær að lifa lengur á sem sýnilegastan máta heldur en áður fyrr. Knattspyrnufélagið FRAM er stórt félag með margar deildir, stundum koma nokkrar deildar með fréttir af sínum málum og því nauðsynlegt að auka mátt nýjustu frétta sem mest.

 

En við að sjálfsögðu hvetjum alla stuðningsmenn FRAM til þess að vafra um síðuna og ekki hika við að senda ábendingar á vefstjóra um hvað gæti mögulega vantað eða mætti betur fara.

Lifið heil og ÁFRAM FRAM!

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!