Ögmundur Kristinsson markvörður okkar Framara verður til reynslu hjá GIF Sundsvall í Svíþjóð næstu 10 dagana. Ögmundur mætir þar öðrum stór Framara Jóni Guðna Fjólusyni og landsliðsmanninum Ara Frey Skúlasyni. Gaman verður að fylgjast með hvernig Ögmundur stendur sig í Svíþjóð og óskum við honum að sjálfsögðu góðs gengis.
Knattspyrnudeild Fram