fbpx

Stelpurnar með fullt hús stiga

Meistaraflokkur kvenna hélt suður í Schenkerhöllina og sótti þar lið Hauka heim. Stelpurnar okkar voru fyrir umferðina taplausar og deildu efsta sætinu með Valskonum en lið Hauka sat í 8. sæti.

Leikurinn fór full rólega af stað hjá stelpunum okkar. Haukar komust yfir eftir tæplega fimm mínútna leik 4-3 en þá gyrtu stelpurnar sig í brók og fóru að spila á eðlilegu tempó og svo fór að þær leiddu með níu mörkum í hálfleik 10-19.

Stelpurnar gáfu mótherjaum heldur mikil völd í seinni hálfleik sem Haukarnir nýttu sér óspart. Einhverra hluta vegna náðu stelpurnar ekki flugi í seinni hálfleik en gerðu þó það sem þurfti og unnu að lokum átta marka sigur. Lokatölur 22-30.

Það hefur gerst núna í undaförnum leikjum að stelpurnar hafa komið frekar hægar inn í leikina. Tempóið hefur oft á tíðum verið í hægari kantinum en vélin hefur þó oftast náð að hörkkva í gang og þegar það gerist þarf ekki að spyrja að leikslokum. Stella hefur verið að berjast við meiðsl og munar um minna. En jákvætt að sjá hornamennina okkar láta til sín taka í þessum leik.

Markahæðstar voru:
Ásta Birna Gunnars 7 mörk
Stella Sigurðar 5 mörk
Birna Berg Haralds 4 mörk

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!