fbpx

Góður sigur á liði Aftureldingar

Meistaraflokkur kvenna tók á móti liði Aftureldingar í N1 deild kvenna. Landsliðsleikmennirnir Elísabet Gunnars og Steinunn Björns voru ekki með sökum meiðsla.

Stelpurnar tók strax völdin í leiknum. Ásta Birna og Stella Sig létu mikið að sér kveða á upphafsmínútum hálfleiksins síðan tók Sunna Jóns við keflinu og raðaði inn mörkum. Stelpurnar þéttu vörnina um miðjan hálfleikinn og náðu þá tíu marka forystu sem hélt fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 19-9.

Dóri og Gurrý rúlluðu bekknum vel og má segja að það hafi komið nýtt lið inn á í seinni hálfleik. Stelpurnar héldu áfram að hafa öll völd í leiknum. Spiluðu firnagóða vörn en hefðu mátt nýta hraðarupphlaupin betur i seinni hálfleiknum. En til að kóróna flottan leik þá skoraði Marthe Sördal glæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá manni leiksins Sunnu Jóns.

Markahæðstar voru:
Sunna Jónsdóns 8 mörk
Stella Sig 6 mörk
Ásta Birna Gunnars 4 mörk

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0