Meistaraflokkur kvenna tók á móti liði Aftureldingar í N1 deild kvenna. Landsliðsleikmennirnir Elísabet Gunnars og Steinunn Björns voru ekki með sökum meiðsla.
Stelpurnar tók strax völdin í leiknum. Ásta Birna og Stella Sig létu mikið að sér kveða á upphafsmínútum hálfleiksins síðan tók Sunna Jóns við keflinu og raðaði inn mörkum. Stelpurnar þéttu vörnina um miðjan hálfleikinn og náðu þá tíu marka forystu sem hélt fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 19-9.
Dóri og Gurrý rúlluðu bekknum vel og má segja að það hafi komið nýtt lið inn á í seinni hálfleik. Stelpurnar héldu áfram að hafa öll völd í leiknum. Spiluðu firnagóða vörn en hefðu mátt nýta hraðarupphlaupin betur i seinni hálfleiknum. En til að kóróna flottan leik þá skoraði Marthe Sördal glæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá manni leiksins Sunnu Jóns.
Markahæðstar voru:
Sunna Jónsdóns 8 mörk
Stella Sig 6 mörk
Ásta Birna Gunnars 4 mörk