fbpx

Tap á móti Aftureldingu

Meistaraflokkur karla fékk í Mosfellinga í heimsókn í N1 deild karla. Þes ber þó að geta að þeir Róbert Aron og Jón Arnar gátu ekki leikið með sökum meiðsla og að auki var Stefán Darri veikur.

Strákarnir keyrðu vel á gestinu í upphafi leiks og komust fljótlega í fjöggra marka forystu. En í kjölfarið fóru menn að brjóta kæruleysislega af sér í vörninni og fá dýrar 2 mínútur sem orsökuðu það að Afturelding komst inn í leikinn og tóku öll völd. Staðan í hálfleik var 11-14.

Strákarnir komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í eitt mark 14-15. En dapur varnarleikur, lítil markvarsla og óskynsamur sóknarleikur grófu þennan leik í jörðina. Ljósið í myrkrinu var þó dugnaður og baráttuvilji Sigga Eggerts en hann var eini með lífsmarki síðustu tuttugu mínúrtur leiksins.

Synd að strákarnir skyldu ekki ná að nýta sér þessa flottu byrjun á leiknum. En það verður að taka með í dæmið að liðið er ungt og svona leikir fara í reynslubankann og mestu skiptir að strákarnir snúi þessu tapi og nýti það sem styrk í næsta leik.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!