Knattspyrnudeild Fram gekk í dag frá samningi við Ólaf Örn Bjarnason fyrrverandi leikmann og þjálfara Grindavíkur. Ólafur Örn kemur inn í hópinn með vítæka reynslu bæði úr efstu deild á Íslandi sem og úr heimi atvinnumenskunnar sem á eftir að nýtast öllum hópnum vel í þeim átökum sem eru framundan.
Knattspyrnudeild Fram býður Ólaf Örn velkominn í félagið og vonast til að sjá hann sýna sínar bestu hliðar í sumar.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirskriftina í dag eru: Þorvaldur Örlygsson, Hrannar M. Hallkelsson og Ólafur Örn Bjarnason