Meistaraflokkur karla mætti liði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Róbert Hostert, Siggi Eggerts og Jón Arnar voru allir fjarverandi sökum meiðsla eða veikinda.
Ljóst var að Stjarnan væri erfið heima að sækja en liðið situr í efsta 1. Deildar. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Stjarnan hafði þá ávallt undirtökin og leiddi mest allan hálfleikinn með einu eða tveimur mörkum. Staðan í hálfleik 13-12.
Seinni hálfleikur bauð upp á sömu uppskrift og sá fyrri, jafnt var á flestum tölum og fylgdu liðin hvort öðru eins og skugginn. Strákarnir okkar höfðu tækifæri á að jafna metin í síðustu sókn leiksins en misstu boltann klaufalega útaf og því fór sem fór. Lokatölur 23-22.
Strákarnir eru þar með dottnir útúr Eimskipsbikarnaum en hópurinn er ungur og þunnur og kom bersýnilega í ljós að liðið má illa við að vera án manna eins og Róberts Horstert, Sigga Eggerts og Jóns Arnars.