fbpx
Stefán-Baldvin

Tap í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins

Stefán-Baldvin
Meistaraflokkur karla mætti liði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Róbert Hostert, Siggi Eggerts og Jón Arnar voru allir fjarverandi sökum meiðsla eða veikinda.

Ljóst var að Stjarnan væri erfið heima að sækja en liðið situr í efsta 1. Deildar. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Stjarnan hafði þá ávallt undirtökin og leiddi mest allan hálfleikinn með einu eða tveimur mörkum. Staðan í hálfleik 13-12.

Seinni hálfleikur bauð upp á sömu uppskrift og sá fyrri, jafnt var á flestum tölum og fylgdu liðin hvort öðru eins og skugginn. Strákarnir okkar höfðu tækifæri á að jafna metin í síðustu sókn leiksins en misstu boltann klaufalega útaf og því fór sem fór. Lokatölur 23-22.

Strákarnir eru þar með dottnir útúr Eimskipsbikarnaum en hópurinn er ungur og þunnur og kom bersýnilega í ljós að liðið má illa við að vera án manna eins og Róberts Horstert, Sigga Eggerts og Jóns Arnars.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!