Meistaraflokkur karla mæta Haukum í N1 deild karla næstkomandi fimmtudag.
Strákarnir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru staðráðnir í því að snúa genginu við og berja vel og duglega á toppliði Hauka. Ljóst er að það verður ekkert gefins í Safamýrinni á fimmtudaginn og allir FRAMarar hvattir til þess að fjölmenna og hvetja strákana áfram.
ÁFRAM FRAM!