fbpx
FRAM-Haukar

Svekkjandi tap á móti Haukum

Meistaraflokkur karla tók í kvöld á móti liði Hauka. Haukar sátu i efsta sæti N1 deildarinnar en strákarnir okkar voru í þéttum pakka um miðja deild. Fjóra sterka leikmenn vantaði í kvöld en þeir Róbert Aron, Stebbi Eggerts og Jón Arnar voru frá sökum meiðsla.

Haukar tóku völdin í upphafi leiks. Sóknarleikurinn hjá strákunum okkar var frekar hugmyndasnauður framan af en feykisterk vönr og markvarslai héldu liðinu inní leiknum. Þegar leið á hálfleikinn fór ungu strákarnir að láta meira að sér kveða í sóknarleiknum og munaði um minna. Staðan í háflleik var 8-10.

Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og hleyptu Haukum aldrei úr augnsýn. Bekkurinn var duglega notaður og brugðu menn sér í allar stöður á vellinum. Sem dæmi fór Stebbi Baldvin í skyttu og Halli Þorvarðar leysti miðjuna af hólmi. Svo fór að úrslitin réðust á síðustu sekundum leiksins. Lokatölur 20-21.

Strákarnir sýndu virkilega góðan karakter og spiluðu leikinn mjög skynsamlega. Liðið spilaði langar sóknir, beið eftir færunum þó þau hafi ekki alltaf komið. Vörnin var frábær, mjög hreyfanleg og aggresív. Ekki má gleyma því að Jóhann Gunnar kom ekkert inn á í leiknum sökum meiðsla og Halli Þorvarðar spilaði einungis seinni hálfleikinn. Segja má að leikurinn hafi tapast á því að liðið misnotaði fjögur af sex vítaköstum í leiknum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!