Stjórn knattspyrnudeildar Fram hefur ákveðið að setja Hlyn Atla Magnússon á sölulista þar sem leikmaðurinn hefur tjáð forráðamönnum deildarinnar að hann hafi ekki hug á að spila fyrir félagið að svo stöddu og hefur líst þeirri skoðun sinni að hann vilji komast frá félaginu.
Stjórn deildarinnar sér því þann kost vænstan að auglýsa Hlyn Atla til sölu þar sem hann er samningsbundinn leikmaður hjá félaginu.
Stjórnin harmar þessa niðurstöðu en virðir vilja leikmannsins.
Stjórn knattspyrnudeildar Fram