Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður meistaraflokks karla var núna í hádeginu valinn í úrvalslið umferða 1-7 í N1 deild karla. ÞArna eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða N1 deildarinnar verðlaunaðir fyrir frækna frammistöðu.
Handknattleiksdeild FRAM óskar Jóhanni Gunnari innilega til hamingju með verðskuldað val.