Meistaraflokkur kvenna tók í kvöld á móti nýliðum Selfoss. Stelpurnar hafa unnið alla leiki sína til þessa í deildinni og voru staðráðnar í að halda sigurgöngunni áfram. Þess má geta að þjálfari Selfoss er FRAMarinn góðunni Sebastian Alexanderson.
Stelpurnar okkar byrjuðu af krafti og komust fljótlega í 8-9 marka foyrstu. Um miðjan hálfleikinn róaðist heldur yfir leiknum og var staðan 14-5 um dágóða stund.
Stelpurnar okkar byrjuðu seinni hálfleikinn rólega og skiptust liðin á að skora og missa boltann á víxl. Liðið setti svo í fimmta gír undir lok leiksins og tryggðu að lokum góðan 19 marka sigur. Lokatölur 33-14.
Flottur sigur á nýliðunum en þó fóru heldur mörg hraðarupphlaup í súginn. Sendingar sem fór beint í hendur mótherja. En flottur sprettur í lokin hjá stelpunum sem eru komnar í frí framyfir áramót vegna verkefna landsliðsins. Stella var markahæðst með níu mörk en fast á hæla hennar kom Birna Berg með sex.