fbpx
Akuryeri-FRAM-úrslit-2012

Tap fyrir norðan

Akuryeri-FRAM-úrslit-2012
Höfuðstaður norðurlands var viðkomustaður meistaraflokks karla í handknattleik í gær. Strákarnir mættu þar liði heimamanna í N1 deild karla. En var töluverð vöntun í liðið en þeir Jóhann Gunnar, Jón Arnar og Þorri Gunnars sátu allir eftir heima sökum meiðsla.

Róbert Aron sem snéri aftur á völlinn eftir þrálát meiðsl skoraði fyrsta mark leiksins í gær en eftir það settust heimamenn í bílstjórasætið. Norðanmenn leiddu mest allan hálfleikinn með einu til þremur mörkum. Litið var um markvörslu framan af fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frekar fálmkenndur. Undir lok hálfleiksins tóku strákarnir góða rispu og náðu að minnka mininn niður í eitt mark. Staðan í hálfleik var 13-12.

Eitthvað hafa strákarnir komið vitlaust innstilltir í seinni hálfleikinn því að í raun má segja að hann hafi aldrei hafist hjá okkar mönnum. Akureyri komst strax í 15-12 og leiddi með þremur til fjórum mörkum að mestu stóran hluta hálfleiksins. Síðustu ellefu mínútur leiksins tókst strákunum ekki að koma boltanum í netið hjá heimamönnum og því fór sem fór. Lokatölur 25-18.

Í dag var það sóknarleikurinn sem varð liðinu algjörlega að falli. Ráðleysi í sóknarleiknum, ótímabær skot ásamt framhaldi af slakri nýtingu á vítapunktinum er einfaldlega of mikið í svona rimmu. En Einar og strákarnir hafa viku í að skerpa á vopnabúrinu fyrir leikinn á móti FH.

ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!