fbpx

Ályktun fundar hjá Knattspyrnufélaginu Fram, Íbúasamtökum Grafarholts og Íbúasamtökum Úlfarsárdals

Ályktun fundar hjá Knattspyrnufélaginu Fram, Íbúasamtökum Grafarholts og Íbúasamtökum Úlfarsárdals
Fundurinn fer þess á leit við Reykjavíkurborg að borgin taki til gagngerrar endurskoðunar fyrirhugaða breytingu á stefnu sinni varðandi uppbyggingu í Úlfarsárdal og Grafarholti sem kynnt var á föstudaginn 30. nóvember síðastliðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á fundi með borgarstjóra, formanni borgarráðs og embættismönnum.

Þeir sem undir þetta rita krefjast þess að borgaryfirvöld standi við gildandi skipulag og gerða samninga og geri skurk í uppbyggingu hverfisins.
Óskað er eftir því að borgaryfirvöld vinni með hagsmunaaðilum í að finna ásættanlega lausn varðandi uppbyggingu á íþróttamannvirkjum, sundaðstöðu og skólamannvirkjum.

Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir íbúa í hverfinu og óskað er eftir viðbrögðum sem allra fyrst.
Undir þetta rita:
Knattspyrnufélagið Fram
Íbúasamtök Grafarholts
Íbúasamtök Úlfarsárdals

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email