Sannkallaður stórleikur er á dagskrá N1-deildar karla í handknattleik á fimmtudag þegar Reykjavíkurstórveldin FRAM og Valur mætast í Safamýrinni. Nú er allt undir en bæði liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í undanförnum leikjum. Stuðningur ykkar er því mikilvægur á fimmtudag klukkan 19.30.
FRAM og Valur hafa eins og áður segir átt misjöfnu gengi að fagna upp á síðkastið; FRAM hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan ÍR-ingar voru lagðir að velli með nokkuð sannfærandi hætti 20.október og tapleikjahrinan telur nú fimm leiki, gegn HK, Aftureldingu, Haukum, Akureyri og FH. Valur fagnaði síðast sigri í N1-deild karla þegar Akureyringar voru lagðir að velli 8.október, en Valsmenn hafa síðan tapað fyrir HK og FH og gert jafntefli við Aftureldingu.
Staðan í N1-deild karla:
Sæti | Lið |
Leikir |
U |
J |
T |
Mörk |
Mism. |
Stig |
1 | Haukar |
10 |
9 |
1 |
0 |
269-224 |
45 |
19 |
2 | Akureyri |
10 |
5 |
1 |
4 |
250-244 |
6 |
11 |
3 | ÍR |
10 |
5 |
1 |
4 |
264-262 |
2 |
11 |
4 | FH |
10 |
5 |
1 |
4 |
248-255 |
-7 |
11 |
5 | HK |
10 |
3 |
2 |
5 |
242-256 |
-14 |
8 |
6 | Valur |
10 |
2 |
3 |
5 |
244-252 |
-8 |
7 |
7 | FRAM |
10 |
3 |
1 |
6 |
251-263 |
-12 |
7 |
8 | Afturelding |
10 |
2 |
2 |
6 |
250-262 |
-12 |
6 |
FRAM hefur farnað ágætlega gegn Val síðustu misseri, vann t.a.m. alla þrjá leiki liðanna í N1-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir voru allir hnífjafnir og spennandi; FRAM vann þann fyrsta að Hlíðarenda 21-20, annan leikinn í Framhúsinu 28-27 og þann þriðja, sömuleiðis í Framhúsinu 30-28. Reyndar þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna síðasta Valssigur í þessu fróma húsi; Valsmenn fögnuðu hér sigri 11.febrúar það ár 27-26 í þáverandi DHL-deild. FRAM hefur m.ö.o. leikið sjö heimaleiki í röð gegn Val án taps, hefur unnið sex og gert eitt jafntefli.
Láttu sjá þig og láttu í þér heyra. ÁFRAM FRAM!