fbpx
Fram-ÍR-201012c

FRAM – Valur á fimmtudag kl. 19.30

Fram-ÍR-201012c
Sannkallaður stórleikur er á dagskrá N1-deildar karla í handknattleik á fimmtudag þegar Reykjavíkurstórveldin FRAM og Valur mætast í Safamýrinni.  Nú er allt undir en bæði liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í undanförnum leikjum.   Stuðningur ykkar er því mikilvægur á fimmtudag klukkan 19.30.

FRAM og Valur hafa eins og áður segir átt misjöfnu gengi að fagna upp á síðkastið; FRAM hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan ÍR-ingar voru lagðir að velli með nokkuð sannfærandi hætti 20.október og tapleikjahrinan telur nú fimm leiki, gegn HK, Aftureldingu, Haukum, Akureyri og FH.  Valur fagnaði síðast sigri í N1-deild karla þegar Akureyringar voru lagðir að velli 8.október, en Valsmenn hafa síðan tapað fyrir HK og FH og gert jafntefli við Aftureldingu.

Staðan í N1-deild karla:

Sæti Lið

Leikir

U

J

T

Mörk

Mism.

Stig

1 Haukar

10

9

1

0

269-224

45

19

2 Akureyri

10

5

1

4

250-244

6

11

3 ÍR

10

5

1

4

264-262

2

11

4 FH

10

5

1

4

248-255

-7

11

5 HK

10

3

2

5

242-256

-14

8

6 Valur

10

2

3

5

244-252

-8

7

7 FRAM

10

3

1

6

251-263

-12

7

8 Afturelding

10

2

2

6

250-262

-12

6

FRAM hefur farnað ágætlega gegn Val síðustu misseri, vann t.a.m. alla þrjá leiki liðanna í N1-deildinni á síðustu leiktíð.  Leikirnir voru allir hnífjafnir og spennandi; FRAM vann þann fyrsta að Hlíðarenda 21-20, annan leikinn í Framhúsinu 28-27 og þann þriðja, sömuleiðis í Framhúsinu 30-28.  Reyndar þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna síðasta Valssigur í þessu fróma húsi; Valsmenn fögnuðu hér sigri 11.febrúar það ár 27-26 í þáverandi DHL-deild.  FRAM hefur m.ö.o. leikið sjö heimaleiki í röð gegn Val án taps, hefur unnið sex og gert eitt jafntefli.

Láttu sjá þig og láttu í þér heyra.  ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!