KOLBRÚN Jóhannsdóttir, markvörður, er sá leikmaður í handknattleik sem hefur leikið flesta landsleiki sem leikmaður kvennaliðs Fram. Kolbrún lék 86 landsleiki á 16 ára tímabili 1976-1991.
Guðríður Guðjónsdóttir kemur næst á blaði með 84 landsleiki á 20 ára tímabili, 1977-1996.
Guðríður hefur skorað flest mörk Framara í landsleikjum, eða 382 mörk. Aðeins ein önnur Framkona hefur skorað yfir hundrað mörk – Stella Sigurðardóttir, 177 mörk.
Guðríður er dóttir Guðjóns Jónssonar, landsliðsmann úr Fram, og Sigríðar Sigurðardóttur, landsliðskonu úr Val, sem lék 12 landsleiki á árunum 1959-1965 og var fyrirliði Norðurlandameistaraliðs Íslands 1964. Hafdís, systir Guðríðar, lék 3 landsleiki.
Tvær aðrar systur hafa leikið landsleiki sem leikmenn Fram – Stella og Sara Sigurðardætur, sem léku t.d. sex landsleiki saman 2008.
Ingibjörg Hauksdóttir var fyrsta stúlkan úr Fram til að leika landsleik – hún lék fyrsta landsleik Íslands, gegn Noregi í Ósló 1956, 7:10.
Ólína Jónsdóttir varð fyrst Framkvenna til að skora mark í landsleik – skoraði gegn Svíþjóð 1960, 7:6.
Tveir markverðir úr Fram léku saman tvo landsleiki 1970, Jónína Jónsdóttir og Regína Magnúsdóttir.
Guðríður Guðjónsdóttir hefur skorað flest mörk Framkvenna í landsleik – 14 mörk í leik gegn Finnlandi 1986, 25:14 og þá skoraði hún 10 mörk í leik gegn Portúgal sama ár, 21:16.
Stella Sigurðardóttir hefur skorað þrisvar yfir 10 mörk í landsleik – 10 gegn Tékklandi 2011, 33:30, 12 gegn Slóveníu 2012, 21:28, og 11 gegn Noregi B 2012, 23:22.
Fram átti sjö stúlkur í landsliðinu 1970 og léku sex þeirra saman í leik, er leikmannafjöldi var aðeins 11 leikmenn.
1984 léku einnig sex leikmenn Fram saman í leik og einnig 2010, en það ár átti Fram sjö landsliðskonur, eins og 2011 og 2012.
Hér fyrir neðan er listinn yfir þær 49 stúlkur sem hafa leikið landsleiki sem leikmenn Fram.
Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman – uppfært 14. desember 2012.
Leikmaður |
Ár |
Leikir |
Mörk |
Kolbrún Jóhannsdóttir |
1976 – 1991 |
86 |
0 |
Guðríður Guðjónsdóttir |
1977 – 1996 |
84 |
382 |
Ásta Birna Gunnarsdóttir |
2005 – 2012 |
73 |
82 |
Stella Sigurðardóttir |
2008 – 2012 |
59 |
177 |
Oddný Sigsteinsdóttir |
1970 – 1984 |
49 |
39 |
Ósk Víðisdóttir |
1988 – 1993 |
43 |
33 |
Arna Steinsen |
1985 – 1990 |
42 |
39 |
Sigurbjörg Jóhannsdóttir |
2005 – 2012 |
39 |
20 |
Sigrún Blomsterberg |
1980 – 1985 |
31 |
48 |
Karen Knútsdóttir |
2008 – 2011 |
29 |
70 |
Arnþrúður Karlsdóttir |
1970 – 1976 |
20 |
41 |
Jóhanna Halldórsdóttir |
1974 – 1981 |
17 |
17 |
Íris Björk Símonardóttir |
2009 – 2010 |
16 |
0 |
Ingunn Bernódusdóttir |
1985 – 1986 |
15 |
20 |
Birna Berg Haraldsdóttir |
2011 |
13 |
12 |
Þórey Rósa Stefánsdóttir |
2007 – 2008 |
13 |
34 |
Sara Sigurðardóttir |
2007 – 2008 |
12 |
7 |
Guðrún Sverrisdóttir |
1970 – 1977 |
10 |
2 |
Þórunn Bjarney Garðarsdóttir |
1995 – 1997 |
10 |
1 |
Hugrún Þorsteinsdóttir |
1998 – 1999 |
9 |
0 |
Inga Huld Pálsdóttir |
1990 – 1992 |
9 |
3 |
Erla Rafnsdóttir |
1984 – 1985 |
8 |
28 |
Halldóra Guðmundsdóttir |
1970 – 1973 |
8 |
3 |
Berglind Ómarsdóttir |
1995 – 1996 |
7 |
0 |
Guðrún Ósk Maríasdóttir |
2010 – 2011 |
7 |
0 |
Ólína Jónsdóttir |
1959 – 1960 |
6 |
1 |
Elísabet Gunnarsdóttir |
2012 |
5 |
0 |
Hildur Þorgeirsdóttir |
2010 |
5 |
1 |
Sunna Jónsdóttir |
2012 |
5 |
1 |
Björg Bergsteinsdóttir |
1989 |
4 |
2 |
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir |
2010 |
4 |
6 |
Helga Magnúsdóttir |
1976 |
4 |
0 |
Jónína Jónsdóttir |
1970 |
4 |
0 |
Sylvía Hallsteinsdóttir |
1970 |
4 |
10 |
Hafdís Guðjónsdóttir |
1986 – 1989 |
3 |
3 |
Jóna Björg Pálmadóttir |
1999 |
3 |
2 |
Eva Hrund Harðardóttir |
2005 |
2 |
1 |
Geirrún Theódórsdóttir |
1967 |
2 |
2 |
Hanna Leifsdóttir |
1984 |
2 |
1 |
Ingibjörg Hauksdóttir |
1956 |
2 |
0 |
Jenný Lind Grétudóttir |
1980 |
2 |
3 |
Margrét Blöndal |
1980 – 1983 |
2 |
2 |
Marthe Sördal |
2011 |
2 |
1 |
Regína Magnúsdóttir |
1970 |
2 |
0 |
Steinunn Björnsdóttir |
2012 |
2 |
0 |
Bergþóra Ásmundsdóttir |
1974 |
1 |
0 |
Edda Jónsdóttir |
1965 |
1 |
0 |
Margrét Hjálmarsdóttir |
1965 |
1 |
0 |
Þórlaug Sveinsdóttir |
1980 |
1 |
0 |
Þess má geta að nokkrar stúlkur á listanum hafa leikið fjölmarga landsleiki sem leikmenn annara félaga en Fram – bæði á Íslandi og í Evrópu. Þeir leikir eru ekki á Fram-listanum.
* Oddný er systir Sigurbergs Sigsteinssonar, landsliðsmanns úr Fram. Oddný, sem lék 15 ára tímabil með landsliðinu, lék með liðinu undir stjórn Sigurbergs sem þjálfara 1975 og 1981.
* Bergþóra er gift Arnari Guðlaugssyni, landsliðsmanni úr Fram.
* Sylvía, sem er gift Helga Númasyni, landsliðsmanni í knattspyrnu úr Fram, er systir Arnar og Geirs, landsliðsmanna úr FH. Faðir þeirra Hallsteinn Hinriksson var landsliðsþjálfari karla 1958, 1961 og 1963.
* Jóna Björg er dóttir Pálma Pálmasonar, landsliðsmanns úr Fram, og Björgu Jónsdóttur, landsliðskonu úr Val.