fbpx
Fram-Valur-061212-e1354832998936

Sætur og sannfærandi sigur á Val

Karlalið FRAM í handknattleik batt í kvöld enda á fimm leikja taphrinu í N1-deildinni með sætum og sannfærandi sigri gegn erkifjendunum í Val, 28-25.  FRAM hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, og var skrefinu á undan nánast frá upphafi til enda.

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku FRAMARAR frumkvæðið í leiknum, náðu forystu sem alla jafna var tvö til þrjú mörk og höfðu eins og áður segir þriggja marka forystu í hálfleik eftir ævintýralegt mark Garðars Sigurjónssonar í þann mund sem leiktíminn rann út, 15-12.

Munurinn á liðunum hélst meira og minna sá sami allan síðari hálfleikinn og oft á tíðum brá fyrir glimrandi góðum töktum hjá FRÖMURUM.  Mestur varð munurinn fimm mörk upp úr miðjum síðari hálfleik og þótt Valsmönnum hefði tekist að minnka hann í tvö mörk, 23-25, var sannfærandi sigur aldrei í hættu.  Lokatölur urðu 28-25 og FRAMARAR höfðu þar með sætaskipti við Valsmenn, hafa nú hlotið 9 stig í deildinni og sitja í sjötta sæti.

Afmælisbarnið Stefán Baldvin Stefánsson átti skínandi góðan leik var markahæstur með 7 mörk, Jóhann Gunnar Einarsson og Garðar Sigurjónsson skoruðu sín 5 mörkin hvor, Sigurður Eggertsson skoraði 4 mörk gegn sínum gömlu félögum og Róbert Aron Hostert skoraði 3 mörk.  Þorri Björn Gunnarsson skoraði 2 mörk og þeir Ægir Hrafn Jónsson og Stefán Darri Þórsson skoruðu sitt markið hvor.
Magnús Erlendsson varði 7 skot í markinu og Björn Viðar Björnsson 3.
Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Vals með 7 mörk, Agnar Smári Jónsson skoraði 6 og Atli Már Báruson 5.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!