fbpx
Verðlaunahafar-fótbolta-2012

Uppskeruhátið knattspyrnudeildar var haldin á dögunum

Verðlaunahafar-fótbolta-2012
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar FRAM

Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar var haldin mánudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Fjölmenni var á hátíðinni og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi jafnmargir mætt á uppskeruhátíð deildarinnar. Ber það vott um gróskumikið starf og mikla uppbyggingu sem á sér stað í félaginu.

Starfið í yngri flokkunum gekk heilt yfir vel þetta árið. Mikil fjölgun var í yngstu aldursflokkum og framfarir miklar. Margir góðir sigrar unnust, en það er að sjálfsögðu ekki aðalatriðið í okkar starfi. Ljóst má samt vera að gróskumikið starf getur leitt til betri árangurs í keppni við jafningja úr öðrum félögum. Hæst ber frábær árangur 4. flokks stúlkna með sigri á REY-CUP mótinu í keppni B-liða, glæsilegur árangur 6. flokks drengja á Pollamóti KSÍ, 5. flokkur drengja fór upp í A-riðil Íslandsmóts og 3. flokkur karla fór upp í B-deild Íslandsmóts og var einungis hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Aðrir flokkar stóðu sig einnig afar vel og voru félaginu til sóma.

Yngstu iðkendurnir, 10 ára og yngri, fengu allir viðurkenningu fyrir góða ástundun og má geta þess að mætingin var það mikið betri í ár en í fyrra að pantaðir voru 150 verðlaunapeningar eins og á síðasta ári og urðu þá um 100 afgangs. Nú aftur á móti gengu allir verðlaunapeningar út og þurfti að panta fleiri! Allir eiga nú að hafa fengið sína viðurkenningu og vonumst við til að æfingasóknin haldi áfram að vera jafngóð ef ekki betri í framtíðinni.

Veittar voru viðurkenningar til besta og efnilegasta leikmanns 3. – 5. flokks drengja og stúlkna. Auk þess var Eiríksbikarinn veittur til þess aðila sem talinn er hafa verið til fyrirmyndar innan vallar sem utan og tekið miklum framförum í knattspyrnu.

Þau sem hlutu þessar útnefningar í ár voru:

5. flokkur stúlkna:

Efnilegasti leikmaður:  Ólína Hilmarsdóttir

Besti leikmaður:  Sóley Zakí

5. flokkur drengja:

Efnilegasti leikmaður:  Viktor Gísli Hallgrímsson

Besti leikmaður:  Már Ægisson

4. flokkur stúlkna:

Efnilegast leikmaður:  Valdís Porca

Besti leikmaður:  Aldís Karen Jónsdóttir

4. flokkur drengja:

Efnilegasti leikmaður:

Magnús Snær Dagbjartsson

Besti leikmaður:

Magnús Óliver Axelsson

3. flokkur drengja:

Efnilegasti leikmaður:

Bjarki Már Sigurðsson

Besti leikmaður:

Arnór Aðalsteinsson

Eiríksbikarinn:

Sara Lissý

F.h. knattspyrnudeildar FRAM
Halldór Þorsteinsson yfirþjálfari

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!