fbpx

Landsliðsmenn Fram

SIGURBERGUR Sigsteinsson er sá landsliðsmaður í handknattleik sem hefur leikið flesta landsleiki sem leikmaður í herbúðum Fram, eða 91 leik. Björgvin Björgvinsson kemur næstur á blaði með 83 leiki, en hann lék auk þess 34 landsleiki er hann var leikmaður Víkings og þýska liðsins Grambke, en alls lék hann 118 leiki með landsliðinu.

Atli Hilmarsson er í þriðja sæti á Fram-listanum, en hann lék einnig landsleiki sem leikmaður FH, þýsku liðanna Hameln, Bergkamen, Günsburg og Bayer Leverkusen – og  Granollers á Spáni. Atli lék 136 leiki með landsliðinu.

Axel Axelsson lék 53 landsleiki sem leikmaður með Fram og 40 leiki sem leikmaður með Dankersen Minden í Þýskalandi.
Axel hefur skorað flest mörk sem leikmaður með Fram í leikjum landsliðsins, eða 203 mörk, en alls skoraði hann 380 mörk í 93  leikjum með landsliðinu.

Tveir Framarar tóku þátt í fyrsta landsleik Íslands – gegn Svíum í Lundi 1950, þar sem Svíar fögnuðu sigri 15:7. Það voru Kristján Oddsson og Birgir Þorgilsson, sem afrekaði það að vera fyrsti Framarinn til að skora mark í landsleik – gegn Dönum í Kaupmannahöfn 1950, 6:20.
Birgir skoraði einnig í fyrsta landsleiknum á Íslandi – gegn Finnum á Melavellinum 1950, 3:3. Kristján lék einnig gegn Finnum og Orri Gunnarsson, sem skoraði eitt mark í leiknum.

Framarar eiga bræður sem hafa leikið landsleiki – Gústaf og Hermann Björnssyni.

Rúnar Guðmannsson lék landsleik 1959, sonur hans Jón Árni lék landsleik 1985 og dóttursonur hans, Rúnar Kárason, klæddist síðan landsliðsbúningnum 2008 – lék 16 leiki sem leikmaður Fram, en síðan hefur hann leikið landsleiki sem leikmaður þýsku liðanna  Füchse Berlín og Bergischer.

Hér fyrir neðan er listinn yfir þá 43 leikmenn sem hafa leikið landsleiki sem leikmenn Fram.
Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman – uppfært 12. desember 2012.

Leikmaður: Ár: Leikir: Mörk:
Sigurbergur Sigsteinsson

1967 – 1976

91

68

Björgvin Björgvinsson

1968-1975, 1980

83

133

Atli Hilmarsson

1979-1981. 1987-1988

72

165

Axel Axelsson

1970-1974, 1981

53

203

Sigurður Einarsson

1964 – 1972

53

68

Ingólfur Óskarsson (5 leikir Malmberget)

1963 – 1970

47

124

Þorsteinn Björnsson

1965 – 1970

39

1

Njörður Árnason

1997 – 2000

32

49

Sebastian Alexandersson

1999 – 2001

31

0

Birgir Sigurðsson

1987 – 1989

30

72

Guðjón Erlendsson

1970 – 1976

26

0

Guðjón Jónsson

1959 – 1968

26

30

Gunnar Andrésson

1991 – 1992

26

24

Gunnlaugur Hjálmarsson

1964 – 1968

26

81

Reynir Þór Reynisson

1997 – 1998

25

0

Pétur Jóhannesson

1974 – 1976

23

11

Björgvin Páll Gústafsson

2006 – 2008

16

0

Rúnar Kárason

2008 – 2009

16

37

Gunnar Berg Viktorsson

1998 – 2001

14

14

Daði Hafþórsson

1998

13

19

Ingimundur Ingimundarson

2012

13

6

Björgvin Þór Björgvinsson

1998 – 2001

13

29

Karl G. Benediktsson

1958 – 1963

12

3

Pálmi Pálmason

1974 – 1976

11

37

Birgir Jóhannsson

1977

9

1

Jóhann Gunnar Einarsson

2007 – 2008

8

4

Róbert Gunnarsson

2001 – 2002

7

0

Egill Jóhannesson

1985 – 1986

6

0

Guðmundur A. Jónsson

1987 – 1988

6

0

Hermann Björnsson

1987 – 1988

6

8

Sigfús Páll Sigfússon

2006 – 2007

5

0

Arnar Guðlaugsson

1973

4

2

Sverre Jakobsson

2006

4

1

Birgir Þorgilsson

1950

3

2

Kristján Oddsson

1950

3

0

Magnús Gunnar Erlendsson

2009

3

0

Valdimar Þórsson

2004

3

0

Gústaf Björnsson

1978

2

0

Rúnar Guðmannsson

1959

2

0

Stefán B. Stefánsson

2009

2

0

Tómas Tómasson

1964

2

0

Jón Árni Rúnarsson

1985

1

0

Orri Gunnarsson

1950

1

1

Þess má geta að nokkrar leikmenn á listanum hafa leikið fjölmarga landsleiki sem leikmenn annara félaga en Fram – bæði á Íslandi og í Evrópu. Þeir leikir eru ekki á Fram-listanum.

* Sigurbergur er bróðir Oddnýar, landsliðskonu úr Fram.
* Guðjón Jónsson er faðir landsliðskvennanna Guðríðar og Hafdísar.
* Herdís, dóttir Sigurbergs, hefur leikið landsleiki í handknattleik, sem leikmaður Stjörnunnar.
* Arnór og Þorgerður Anna, börn Atla, hafa leikið landsleiki í handknattleik.
* Rúnar Kárason er unnusti Söru Sigurðardóttur, landsliðskonu úr Fram.
* Arnar er giftur Bergþóru Ásmundsdóttur, sem lék landsleik sem leikmaður Fram. Synir þeirra er Guðlaugur, sem var fyrirliði Fram í handknattleik og lék landsleiki sem leikmaður Malmö FF, og Ásmundur, þjálfari Fylkis í knattspyrnu, sem lék eitt sinn með Fram og fékk Silfurskó Adidas 2001 í efstu deild, skoraði 10 mörk.
* Sigurbergur, Guðjón Jónsson, Rúnar Guðmannsson og Sigurður Einarsson hafa einnig leikið landsleiki í knattspyrnu.
* Guðríður, dóttir Guðjóns, hefur einnig leikið með landsliðinu í knattspyrnu.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!