Deildarbikarmeistarar FRAM taka á móti FH í N1-deild kvenna í handknattleik þriðjudaginn 8.janúar klukkan 19.30. FRAM hefur fullt hús stiga eftir níu leiki í deildinni og deilir toppsætinu með Val, en FH situr hins vegar í sjötta sæti og er sex stigum á eftir toppliðunum tveimur.
FRAM hefur unnið alla níu leiki sína í deildinni á þessari leiktíð með nokkuð sannfærandi hætti og lagði t.a.m. FH í Kaplakrika seint í september 27-17. Það var sextándi sigurleikur FRAM gegn FH í röð, níu þessara leikja hafa farið fram í Kaplakrika og sjö í FRAMhúsinu. FH fékk síðast stig gegn FRAM þegar liðin gerðu jafntefli í DHL-deildinni sem þá var og hét í október 2006, en þá gerðu liðin jafntefli í Kaplakrika 23-23. FH hefur ekki fengið stig í FRAMhúsinu síðan liðið hafði sigur þann 1.apríl þetta sama ár, 24-21.
FRAM hefur unnið býsna sannfærandi sigra gegn FH í FRAMhúsinu síðustu misserin; í febrúar í fyrra vann FRAM 35-15 og í febrúar í hitteðfyrra 40-18.
Lið FH hefur komið mörgum spekingnum á óvart með frammistöðu sinni í vetur. FH-stúlkur hafa tapað fyrir fjórum af liðunum fimm sem eru fyrir ofan þær í deildinni; FRAM, Val, ÍBV og Stjörnunni, en hafa unnið öll liðin í neðri hlutanum og höfðu að auki dýrmætan sigur á HK í lok október.
Mætum í FRAMhúsið klukkan 19.30 á þriðjudag og hvetjum FRAM til sautjánda sigursins í röð gegn FH!
Staðan í N1-deild kvenna:
Nr. |
Félag |
L |
U |
J |
T |
Mörk |
Mism. |
Stig |
1. |
Valur |
9 |
9 |
0 |
0 |
319:172 |
147 |
18 |
2. |
Fram |
9 |
9 |
0 |
0 |
271:158 |
113 |
18 |
3. |
ÍBV |
10 |
7 |
1 |
2 |
268:223 |
45 |
15 |
4. |
Stjarnan |
10 |
6 |
0 |
4 |
263:235 |
28 |
12 |
5. |
HK |
10 |
6 |
0 |
4 |
248:253 |
-5 |
12 |
6. |
FH |
10 |
6 |
0 |
4 |
248:252 |
-4 |
12 |
7. |
Haukar |
10 |
4 |
0 |
6 |
222:254 |
-32 |
8 |
8. |
Grótta |
10 |
3 |
1 |
6 |
211:239 |
-28 |
7 |
9. |
Selfoss |
10 |
2 |
0 |
8 |
202:254 |
-52 |
4 |
10. |
Fylkir |
10 |
1 |
0 |
9 |
182:287 |
-105 |
2 |
11. |
Afturelding |
10 |
0 |
0 |
10 |
173:280 |
-107 |
0 |