Knattspyrnumaðurinn Halldór Arnarsson, sem bar fyrirliðabandið hjá ÍR síðari hluta síðustu leiktíðar, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FRAM.
Halldór, sem er 23 ára, hefur verið fastamaður í liði ÍR undanfarin þrjú ár og lék alla leiki liðsins í 1.deildinni á síðustu leiktíð.
Halldór er fjórði leikmaðurinn sem gengið hefur til liðs við FRAM á síðustu misserum, en hinir þrír eru Haukur Baldvinsson, Ólafur Örn Bjarnason og Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net.