fbpx
Fram-HK-N1kvenna-2012

Kópavogsmeyjar heimsóttar í kvöld

Fram-HK-N1kvenna-2012
FRAM heimsækir HK í N1-deild kvenna í handknattleik í kvöld.  Flautað verður til leiks í íþróttahúsinu í Digranesi klukkan 19.30, en á sama tíma hefst leikur Vals og Hauka í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

Valur og FRAM berjast einu sinni sem oftar um toppsæti N1-deildar kvenna og varla þarf að fara mörgum orðum um toppslaginn sem fram fór að Hlíðarenda um nýliðna helgi.  FRAMstúlkum gefst tækifæri til að rétta skútuna af í kvöld, en þeim hefur vegnað ágætlega gegn HK undanfarin misseri.
FRAM hefur unnið 10 af 12 síðustu leikjum sínum gegn HK og hefur ekki tapað í Digranesi síðan í september 2008.  FRAM vann fyrri leik liðanna á þessari leiktíð með nokkuð sannfærandi hætti, 30-12, og kvittaði þar með fyrir tap í FRAMhúsinu á síðustu leiktíð, 22-28, en úrslit þess leiks komu mörgum spekingnum í opna skjöldu.
FRAM hefur unnið fimm síðustu viðureignir þessara liða í Digranesi, hefur skorað í þeim 131 mark gegn 81 og hefur því unnið leikina fimm með rúmlega tólf marka mun að meðaltali.

Stella Sigurðardóttir er markahæsti leikmaður FRAM í N1-deild kvenna, hefur skorað 64 mörk í 11 leikjum, eða 5.8 mörk að meðaltali í leik.  Elísabet Gunnarsdóttir er Stellu næst í markaskorun, hefur skorað 49 mörk í 10 leikjum eða 4.9 mörk að meðaltali í leik.  Ásta Birna Gunnarsdóttir hefur skorað 42 mörk í 10 leikjum, eða 4.2 mörk að meðaltali, og Sunna Jónsdóttir hefur skorað 41 mark í 11 leikjum, 3.7 að meðaltali í leik.

Við hvetjum FRAMara af öllum stærðum og gerðum til að mæta í Digranesið í kvöld, horfa á skemmtilegan handbolta og hvetja FRAM til sigurs!

Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 11 11 0 0 384:211 173 22
2. Fram 11 10 0 1 327:206 121 20
3. ÍBV 12 8 1 3 310:265 45 17
4. HK 11 7 0 4 279:281 -2 14
5. FH 12 7 0 5 293:302 -9 14
6. Stjarnan 12 7 0 5 316:288 28 14
7. Grótta 12 4 1 7 263:274 -11 9
8. Haukar 10 4 0 6 222:254 -32 8
9. Selfoss 11 2 0 9 226:279 -53 4
10. Fylkir 12 1 0 11 208:354 -146 2
11. Afturelding 12 1 0 11 220:334 -114 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!