fbpx
Fram-HK-N1kvenna-250912b-e1358286908603

FRAM vann HK með sex marka mun

Fram-HK-N1kvenna-250912b-e1358286908603
FRAMstúlkur komust á sigurbraut á nýjan leik í N1-deild kvenna í handknattleik í kvöld, en þá heimsóttu þær stöllur sínar í HK og fögnuðu sex marka sigri í Digranesi, 27-21.

FRAM var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, náði snemma forystunni og virtist ætla að gera út um leikinn tiltölulega snemma.  Þær  bláklæddu náðu sex marka forystu um miðjan fyrri hálfleikinn, en þá virtist slakna örlítið á klónni, færanýtingin varð lakari og þótt vörnin hafi lengstum verið ágætlega stöndug hefur hún á löngum köflum verið kraftmeiri.  FRAMstúlkur héldu stallsystrum sínum úr Kópavogi í hæfilegri fjarlægð, lengstum þremur til fjórum mörkum, það sem eftir lifði leik og sigurinn var í raun aldrei í hættu.
Lokatölur urðu eins og áður segir 27-21 fyrir FRAM og Safamýrarmeyjar eru því enn tveimur stigum á eftir toppliði Vals í N1-deildinni, en Valur hafði betur gegn Haukum í kvöld, 31-26.

Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst í liði FRAM með 9 mörk og lék vel, Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu 5 mörk hvor, Stella Sigurðardóttir skoraði 4 mörk, Steinunn Björnsdóttir 3 og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 mark.
Guðrún Bjartmarz átti ágætan leik í markinu og varði 19 skot.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst í liði HK með 4 mörk og þær Emma Sarðarsdóttir, Gerður Arinbjarnar og Jóna S. Halldórsdóttir skoruðu 3 mörk hver.
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir varði 18 skot í markinu, mörg hver úr galopnum færum.

Staðan í N1-deild kvenna:

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 12 12 0 0 415:237 178 24
2. Fram 12 11 0 1 354:227 127 22
3. ÍBV 12 8 1 3 310:265 45 17
4. HK 11 7 0 4 279:281 -2 14
5. FH 12 7 0 5 293:302 -9 14
6. Stjarnan 12 7 0 5 316:288 28 14
7. Grótta 12 4 1 7 263:274 -11 9
8. Haukar 10 4 0 6 222:254 -32 8
9. Selfoss 11 2 0 9 226:279 -53 4
10. Fylkir 12 1 0 11 208:354 -146 2
11. Afturelding 12 1 0 11 220:334 -114 2

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!