fbpx
KristinnIngi1

Fótboltinn byrjar að rúlla – FRAM mætir Víkingi

FRAM leikur í kvöld fyrsta leik sinn á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og þar með hefst gósentíð knattspyrnuþyrstra sona og dætra Safamýrarinnar.  FRAM leikur í B-riðli Reykjavíkurmótsins að þessu sinni og mætir Víkingi Reykjavík í fyrsta leik klukkan 19 í kvöld í Egilshöll.  FRAM mætir svo Fylki á miðvikudaginn í næstu viku og Leikni úr Breiðholti annan föstudag.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi FRAM síðan á síðustu leiktíð og bíða margir spenntir eftir því að sjá nýju leikmennina spretta um grænar grundir í fagurblárri treyju.  Viktor Bjarki Arnarsson er kominn frá KR, Haukur Baldvinsson frá Breiðabliki, reynsluboltinn Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík og Halldór Arnarsson frá ÍR.  Nýju mennirnir hafa fallið vel inn í hópinn og eiga án nokkurs vafa eftir að leggja lóð á vogarskálar á komandi leiktíð.  Kjarninn úr liðinu sem vaknaði til lífsins á haustmánuðum í fyrra er enn til staðar, reynslunni ríkari, og það gefur ástæðu til bjartsýni að hugsa til þess að þegar FRAMarar léku eins og þeir áttu og eiga að sér voru tiltölulega fáir sem stóðust þeim snúning.

Leikmannahópur FRAM er á þennan veg (föst númer leikmanna):

1.     Ögmundur Kristinsson
4.     Kristján Hauksson
5.     Kristinn Ingi Halldórsson
6.     Halldór Hermann Jónsson
7.     Daði Guðmundsson
8.     Jón Gunnar Eysteinsson
9.     Haukur Baldvinsson
10.  Steven Lennon
11.  Almarr Ormarsson
13.  Viktor Bjarki Arnarsson
14.  Halldór Arnarsson
15.  Sam Hewson
16.  Andri Freyr Sveinsson
17.  Hólmbert Friðjónsson
18.  Aron Albertsson
19.  Orri Gunnarsson
20.  Alan Lowing
22.  Ólafur Örn Bjarnason
23.  Benedikt Októ Bjarnason
24.  Sveinbjörn Jónasson
25.  Jökull Steinn Ólafsson
26.  Antonio Ndong Nsambi
27.  Matthías Jóhannsson
28.  Gunnar Birgisson
29.  Stefán Birgir Jóhannesson
30.  Denis Cardaklija

Leikir FRAM á Reykjavíkurmótinu (allir leikirnir fara fram í Egilshöll):
Fim. 17.jan. kl. 19.00  FRAM – Víkingur R.
Mið. 23.jan. kl. 19.o0  Fylkir – FRAM
Fös. 1.feb. kl. 19.00     FRAM – Leiknir R.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!