fbpx
Valur-Fram-120113-e1358517477468

FRAM tekur á móti ÍBV á laugardag

Valur-Fram-120113-e1358517477468
Skammt er stórra högga á milli hjá FRAMstúlkum í N1-deildinni í handknattleik.  Eyjastúlkur koma í heimsókn á laugardag, en hér mætast liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar.  Flautað verður til leiks klukkan 13.30 og má búast við skemmtilegum og áhugaverðum leik.

FRAM hefur farnast ágætlega gegn ÍBV í kvennahandboltanum undanfarin ár.  FRAM hefur unnið 7 deildarleiki í röð, þrjá í FRAMhúsinu og fjóra í Vestmannaeyjum, og sigurleikirnir eru reyndar átta þegar undanúrslitaleikurinn í nýafstaðinni deildarbikarkeppni er meðtalinn.  ÍBV hafði síðast stig gegn FRAM í október árið 2006, en þá gerðu liðin jafntefli í FRAMhúsinu, 22-22.  Þess má til gamans geta að Annett Köbli var markahæst í liði FRAM í þeim leik, en Pavla nokkur Nevarilova skoraði mest fyrir ÍBV.  ÍBV vann báðar viðureignir liðanna keppnistímabilið 2005-6 og varð Íslandsmeistari þá um vorið, vann 24-20 í Eyjum og 35-18 í FRAMhúsinu.  Það er, eðli málsins samkvæmt, síðasti sigurleikur Eyjastúlkna í því fróma húsi.
Þrír síðustu deildarleikir liðanna, leikirnir tveir á síðustu leiktíð og sá sem fram fór fyrr á þessari leiktíð, hafa verið býsna áhugaverðir.  FRAM vann heimaleikinn í fyrra 30-26 og útileikinn 19-17 og hafði sex marka sigur í Eyjum í september, 27-21.  Undanúrslitaleikinn í deildarbikarkeppninni, Flugfélags Íslands-bikarnum, vann FRAM með afar sannfærandi hætti, 41-18.

Leikurinn á laugardag hefst eins og áður segir klukkan 13.30 og eru FRAMARAR hvattir til að fjölmenna og láta vel í sér heyra.

Staðan í N1-deild kvenna:

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 12 12 0 0 416:237 179 24
2. Fram 12 11 0 1 354:227 127 22
3. ÍBV 12 8 1 3 310:265 45 17
4. HK 12 7 0 5 300:308 -8 14
5. FH 12 7 0 5 293:302 -9 14
6. Stjarnan 12 7 0 5 316:288 28 14
7. Grótta 12 4 1 7 263:274 -11 9
8. Haukar 11 4 0 7 248:286 -38 8
9. Selfoss 11 2 0 9 226:279 -53 4
10. Fylkir 12 1 0 11 208:354 -146 2
11. Afturelding 12 1 0 11 220:334 -114 2

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!