fbpx
FRAM-VikingurHK2012-e1358547229936

FRAMstúlkur mæta Fylki á Reykjavíkurmótinu

Stúlkurnar í kvennaliði FRAM í knattspyrnu leika annan leik sinn á Reykjavíkurmótinu þegar þær mæta stöllum sínum úr Fylki klukkan 18 á sunnudag.  Hið unga og efnilega lið FRAM ræðst ekki á garainn þar sem hann er lægstur á Reykjavíkurmótinu, fimm af andstæðingunum sex sem þar er att kappi við leika í Pepsi-deildinni og Fylkir er einmitt einn þeirra.

FRAM spólaði sig eftirminnilega í gegnum B-riðil 1.deildarinnar á síðustu leiktíð, vann þrettán af fjórtán leikjum sínum, skoraði 59 mörk og fékk á sig 13.  FRAM hlaut tólf stigum meira en HK/Víkingur sem varð í öðru sæti riðilsins.  Stúlkurnar náðu hins vegar ekki að fylgja þessari glæsilegu frammistöðu eftir í úrslitakeppninni, lutu þar í gras gegn grönnum sínum í Þrótti, sem ásamt HK/Víkingi tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

FRAMstúlkur töpuðu gegn Val í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu, en mæta nú Fylki, sem varð í níunda sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.  Flautað verður til leiks í Egilshöllinni klukkan 18 á sunnudag, eins og áður segir.

Reykjavíkurmót kvenna.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email