fbpx
Fram-FH-080113b-e1358611862762

Góður fjögurra marka sigur gegn ÍBV í hörkuleik

Fram-FH-080113-e1358015661558
FRAM hafði í dag betur gegn ÍBV í N1-deild kvenna í handknattleik 29-25 og jók þar með forskot sitt á Eyjaliðið í sjö stig.  Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir ÍBV, en sannfærandi frammistaða FRAMliðsins tryggði sanngjarnan sigur.  FRAM er sem fyrr í öðru sæti og tveimur stigum á eftir Val í toppbaráttu N1-deildar kvenna, en Valur vann Gróttu í dag með minnsta mun, 24-23.

Fyrri hálfleikurinn í Safamýrinni í dag var býsna jafn og spennandi, liðin héldust í hendur meira og minna frá upphafi til enda og svöruðu stuttum áhlaupum á víxl.  Eyjavörnin var býsna stöndug, með baráttu og hreyfanleika að leiðarljósi náðu gestirnir að trufla sóknarleik FRAM og koma í veg fyrir að hann dytti í almennilegan takt.  Varnarleikur FRAM var sömuleiðis ágætur og Guðrún í ágætum ham í markinu.  ÍBV skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik rétt áður en leiktíminn rann út og hafði því eins marks forystu í hálfleik, 14-13.
FRAMstúlkur voru tiltölulega fljótar að komast í gírinn í síðari hálfleik og leiðir skildu í rauninni þegar FRAM komst í 18-17.  Þær bláklæddu héldu forystunni það sem eftir lifði leik og náðu mest sex marka forystu.  Takturinn í liðinu var öllu betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri, vörnin datt í ógurlegan ham upp úr hálfleiknum miðjum, Birna Berg raðaði inn mörkum með þrumufleygum og innkoma Heklu Rúnar hafði góð áhrif á liðið.  FRAM var komið með ágæt tök á leiknum þegar um tíu mínútur voru eftir og kom því þannig fyrir að lokamínúturnar urðu ekki jafn taugatrekkjandi og einhverjir stuðningsmannanna kunna að hafa óttast um tíma.  Framlag téðra stuðningsmanna var reyndar með ágætum í dag, fín stemmning á pöllunum og raddbönd þanin af miklum móð.  ÍBV skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum og lokatölur urðu 29-25 fyrir FRAM.
Sigurinn var sanngjarn og býsna dýrmætur.  FRAM er nú sjö stigum fyrir ofan ÍBV í N1-deildinni, toppliðin tvö, FRAM og Valur, eru að stinga af og virðast einu sinni sem oftar ætla að útkljá toppbaráttuna sín á milli.  Næsti heimaleikur FRAM er einmitt gegn Val fimmtudaginn 31.janúar, en áður en að honum kemur verða Fylkiskonur heimsóttar næsta laugardag.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði FRAM í dag með 7 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 6 mörk.  Stella Sigurðardóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Hekla Rún Ámundadóttir skoruðu 4 mörk hver og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Marthe Sördal, Sunna Jónsdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu 1 mark hver.  Guðrún Bjartmarz varði 14 skot í markinu.
Grigore Ggorgata og Guðbjörn Guðmannsdóttir voru markahæstar í liði ÍBV með 6 mörk hvor og Florentina Stanciu varði 17 skot í markinu.

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna:
FRAM 29-25 ÍBV
Grótta 23-24 Valur
Stjarnan 34-15 Fylkir
Afturelding 23-23 HK

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 13 13 0 0 440:260 180 26
2. Fram 13 12 0 1 383:252 131 24
3. ÍBV 13 8 1 4 335:294 41 17
4. Stjarnan 13 8 0 5 350:303 47 16
5. HK 13 7 1 5 323:331 -8 15
6. FH 12 7 0 5 293:302 -9 14
7. Grótta 13 4 1 8 286:298 -12 9
8. Haukar 11 4 0 7 248:286 -38 8
9. Selfoss 11 2 0 9 226:279 -53 4
10. Afturelding 13 1 1 11 223:357 -114 3
11. Fylkir 13 1 0 12 223:388 -165 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!