FRAM leikur þriðja leik sinn í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu klukkan 18 á sunnudag og mætir þá nágrönnum sínum í Þrótti. Þessi lið mættust einmitt í úrslitakeppni 1.deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Þróttarar fögnuðu í tvígang sigri og tryggðu sér í kjölfarið sæti í Pepsi-deildinni á komandi leiktíð.
Þetta er eins og áður segir þriðji leikur hins unga og efnilega FRAMliðs á Reykjavíkurmótinu, en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum; fyrir Val og Fylki. Fjórir af andstæðingunum sex sem FRAM mætir í Reykjavíkurmótinu eru úr efstu deild og tveir úr 1.deild, Fjölnir og Fylkir.
Þróttur varð í öðru sæti A-riðils 1.deildar á síðustu leiktíð, vann 7 af 14 leikjum sínu, gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Þróttur varð stigi á eftir Fjölni í deildarkeppninni. FRAM rúllaði á sama tíma í gegnum B-riðilinn, vann 13 leiki af 14 og tapaði einum og hlaut tólf stigum meira en HK/Víkingur, sem varð í öðru sæti riðilsins. Þróttur vann hins vegar báða leiki sína gegn FRAM í úrslitakeppni 1.deildar og lagði svo HK/Víking í úrslitaleiknum.
Leikurinn á sunnudag fer fram í Egilshöll og hefst eins og áður segir klukkan 18.