fbpx
Fram-Throttur6-e1359115671341

FRAM mætir Þrótti í Egilshöll á sunnudag

Fram-Throttur6-e1359115671341
FRAM leikur þriðja leik sinn í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu klukkan 18 á sunnudag og mætir þá nágrönnum sínum í Þrótti.  Þessi lið mættust einmitt í úrslitakeppni 1.deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Þróttarar fögnuðu í tvígang sigri og tryggðu sér í kjölfarið sæti í Pepsi-deildinni á komandi leiktíð.

Þetta er eins og áður segir þriðji leikur hins unga og efnilega FRAMliðs á Reykjavíkurmótinu, en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum; fyrir Val og Fylki.  Fjórir af andstæðingunum sex sem FRAM mætir í Reykjavíkurmótinu eru úr efstu deild og tveir úr 1.deild, Fjölnir og Fylkir.

Þróttur varð í öðru sæti A-riðils 1.deildar á síðustu leiktíð, vann 7 af 14 leikjum sínu, gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum.  Þróttur varð stigi á eftir Fjölni í deildarkeppninni.  FRAM rúllaði á sama tíma í gegnum B-riðilinn, vann 13 leiki af 14 og tapaði einum og hlaut tólf stigum meira en HK/Víkingur, sem varð í öðru sæti riðilsins.  Þróttur vann hins vegar báða leiki sína gegn FRAM í úrslitakeppni 1.deildar og lagði svo HK/Víking í úrslitaleiknum.

Leikurinn á sunnudag fer fram í Egilshöll og hefst eins og áður segir klukkan 18.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!