fbpx
Fram-Valur-AHJ-e1359116864660

FRAM og Haukar eigast við í Flugfélags Íslands-bikarnum

Fram-Valur-AHJ-e1359116864660
Karlalið FRAM í handknattleik skundar til vallar á laugardag eftir nokkurt hlé og ræðst ekki garðinn þar sem hann er lægstur.  FRAM mætir bikarmeisturum Hauka í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar, Flugfélags Íslands-bikarsins, og verður flautað til leiks í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14 á laugardag.

FRAM og Haukar hafa mæst tvisvar á þessari leiktíð og Hafnfirðingar hafa fagnað sigri í bæði skiptin.  Fyrri leikinn unnu þeir með nokkuð sannfærandi hætti á heimavelli sínum, en þegar liðin mættust í FRAMhúsinu um miðjan nóvember mátti vart á milli sjá.  Haukar höfðu þó að lokum eins marks sigur.
Liðin mættust fjórum sinnum á síðustu leiktíð, þrisvar í N1-deildinni og í úrslitum Eimskips-bikarkeppninnar.  FRAM vann fyrstu rimmuna að Ásvöllum með eins marks mun, en tapaði svo síðari deildarleikjunum tveimur og úrslitaleik bikarkeppninnar.  Hins vegar þarf ekki að fletta lengi í sögubókum til að finna sæta FRAMsigra gegn Haukum; leiktímabilið 2010-11 vann FRAM tvo af þremur leikjum sínum gegn þeim rauðklæddu og báða reyndar á útivelli.

Leikur FRAM og Hauka er fyrri rimmann í undanúrslitum Flugfélags Íslands-bikarkeppni karla, en FH og Akureyri mætast í síðari leiknum á laugardag.  Leikur FRAM og Hauka hefst klukkan 14 og leikur FH og Akureyrar klukkan 16.  Sigurvegararnir í þessum leikjum mætast í úrslitaleik á sunnudag.  Leikirnir fara allir fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!