fbpx
Fram-IBV-SJ-e1359117810824

FRAMstúlkur heimsækja stöllur sínar í Fylki

FRAMstúlkur, sem sitja í öðru sæti N1-deildarinnar í handknattleik og hafa aðeins tapað einum leik á leiktíðinni, heimsækja Fylki klukkan 16 á laugardag.  Árbæjarliðið situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur unnið einn leik og tapað þrettán.

FRAM hefur farnast dável gegn Fylki í kvennahandboltanum síðustu misserin.  FRAM hefur unnið sjö síðustu viðureignir liðanna og þrjár þær síðustu með nokkuð afgerandi hætti.  FRAM vann leikina tvo gegn Fylki á síðustu leiktíð með 24 og 16 marka mun og vann fyrri leikinn á þessari leiktíð með tuttugu og fjögurra marka mun, 36-12.  Fylkir hefur ekki fagnað sigri gegn FRAM í efstu deild kvenna síðan í desember 2008, en þá höfðu Árbæingar betur á heimavelli sínum 25-18.

Leikur FRAM og Fylkis fer eins og áður segir fram í Fylkishöllinni á laugardag og hefst klukkan 16.

Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 13 13 0 0 440:260 180 26
2. Fram 13 12 0 1 383:252 131 24
3. ÍBV 13 8 1 4 335:294 41 17
4. Stjarnan 13 8 0 5 350:303 47 16
5. HK 13 7 1 5 323:331 -8 15
6. FH 12 7 0 5 293:302 -9 14
7. Grótta 13 4 1 8 286:298 -12 9
8. Haukar 12 4 0 8 273:313 -40 8
9. Selfoss 12 3 0 9 253:304 -51 6
10. Afturelding 13 1 1 11 243:357 -114 3
11. Fylkir 13 1 0 12 223:388 -165 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!