FRAMstúlkur, sem sitja í öðru sæti N1-deildarinnar í handknattleik og hafa aðeins tapað einum leik á leiktíðinni, heimsækja Fylki klukkan 16 á laugardag. Árbæjarliðið situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur unnið einn leik og tapað þrettán.
FRAM hefur farnast dável gegn Fylki í kvennahandboltanum síðustu misserin. FRAM hefur unnið sjö síðustu viðureignir liðanna og þrjár þær síðustu með nokkuð afgerandi hætti. FRAM vann leikina tvo gegn Fylki á síðustu leiktíð með 24 og 16 marka mun og vann fyrri leikinn á þessari leiktíð með tuttugu og fjögurra marka mun, 36-12. Fylkir hefur ekki fagnað sigri gegn FRAM í efstu deild kvenna síðan í desember 2008, en þá höfðu Árbæingar betur á heimavelli sínum 25-18.
Leikur FRAM og Fylkis fer eins og áður segir fram í Fylkishöllinni á laugardag og hefst klukkan 16.
Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):
|