FRAM og FH mætast í úrslitaleik Flugfélags Íslands-bikarkeppni karla í handknattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14 á sunnudag. FRAM tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja topplið N1-deildarinnar, Hauka, að velli 22-17 og FH hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitunum 28-24.
Þetta er leikur sem FRAMarar ættu alls ekki að láta framhjá sér fara, frammistaða drengjanna í leiknum gegn Haukum gefur góð fyrirheit og þeir eiga stuðninginn skilinn. Mætum og hvetjum okkar menn til dáða!