Fjóla Sigurðardóttir, leikmaður meistaraflokksliðs FRAM í knattspyrnu, skráði í gær nafn sitt í sögubækur þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan úr röðum FRAM sem spilar landsleik. Fjóla, sem er sextán ára, kom inn á sem varamaður í leik U17-ára landsliðs kvenna gegn Dönum í Kórnum í gær. Danir unnu leikinn 3-0.
Fjóla er eins og áður segir 16 ára, en hefur þegar látið hraustlega til sín taka með meistaraflokksliði FRAM. Hún lék átta leiki með liðinu í 1.deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 5 mörk. Aðeins þrír leikmenn skouðu fleiri mörk í deildinni í fyrra; Rósa Hauksdóttir skoraði níu mörk, María Rós Arngrímsdóttir og Áslaug Eik Ólafsdóttir skoruðu átta mörk hvor og Dagmar Ýr Arnardóttir skoraði sjö mörk. Bergþóra Baldursdóttir skoraði fimm mörk, rétt eins og Fjóla.