fbpx
Handbolti-yngri

Stórt yngri flokka mót í Safamýri um helgina

Handbolti-yngri
Blásið verður til heljarinnar handboltaveislu í Safamýrinni á föstudag, 1.febrúar, en þá hefst í FRAMhúsinu mót þar sem leiða saman hesta sína tæplega 30 liði í 6.flokki kvenna.  Leikið verður á föstudag, laugardag og sunnudag og framtíðarstjörnur kvennahandboltans spila um 70 leiki þessa þrjá daga.

Blásið verður til fyrstu leikja klukkan 15.30 á föstudag og hvergi slegið slöku við fyrr en undir hádegi á sunnudag. Dagskráin hefst klukkan 8 bæði á laugardag og sunnudag.
Mikið líf og fjör verður því í FRAMhúsinu alla helgina; þrotlaus handboltaveisla og veitingar við allra hæfi.

Við viljum biðja foreldra og iðkendur að fylgjast vel með á bloggsíðum og/eða Facebooksíðum sinna flokka.  Einnig viljum við biðja ykkur um að  skrá ykkar þátttöku í hinum ýmsu verkefnum; baka, dæma, sjoppuvaktir, aðstoð á klukku og ritaraborð o.fl.  Hægt er að senda póst  á handbolti@fram.is til að fá nánari upplýsingar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email