fbpx
Fram-Valur-310113

Baráttan um toppsætið í Safamýri á fimmtudag

Fram-Valur-310113
FRAM tekur á móti Val í uppgjöri toppliða N1-deildar kvenna í handknattleik klukkan 19.30 á fimmtudag.  Allt er lagt undir, liðin eru efst og jöfn í deildinni þegar fjórtán af tuttugu umferðum er lokið með 26 stig og þótt ekki megi vanmeta lið á borð við ÍBV og Stjörnuna er líklegra heldur en hitt að annar hinna fornu fjenda úr austurhluta höfuðborgarinnar hampi deildarmeistaratitlinum í lok leiktíðar.  Úrslitin í leiknum á fimmtudag koma væntanlega til með að ráða nokkru þar um.

Þetta er þriðja viðureign FRAM og Vals á þessari leiktíð.  FRAM vann rimmu liðanna í úrslitum Flugfélags Íslands-bikarkeppninnar milli jóla og nýars 28-24, en Valsstúlkur svöruðu hressilega fyrir sig í deildarleik um miðjan þennan mánuð, unnu þá á heimavelli 33-28.

FRAM hefur unnið tvo af þremur síðustu heimaleikjum sínum gegn Val, þann fyrri í deildinni og þann síðari í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð.  Valur vann í millitíðinni fyrri Safamýrarleikinn í úrslitakeppninni í fyrra og eina úrslitakeppnisleikinn sem hér fór fram í hitteðfyrra, en hefur ekki fagnað deildarsigri í þessu fróma húsi síðan í janúar 2011.
Liðin hafa mæst fimm sínnum í FRAMhúsinu síðan í janúar 2011, tvisvar í N1-deildinni og þrisvar í úrslitakeppninni.  FRAM hefur unnið tvo þessara leikja og Valur þrjá.  Liðin mættust hér síðast í úrsiltakeppninni í maí í fyrra og þá fagnaði FRAM eins marks sigri, 18-17.

FRAM og Valur hafa ekki gert jafntefli í deildarleik síðan í nóvember 2010, skildu þá jöfn, 21-21 í Vodafonehöllinni, og þau hafa ekki gert jafntefli í FRAMhúsinu síðan í febrúar 1999, 18-18.  Marina Soueva var þá markahæst í liði FRAM og Guðríður Guðjónsdóttir næst markahæst, en Gerður Beta Jóhannsdóttir var markahæst í liði Vals!

Um mikilvægi leiksins þarf væntanlega ekki að hafa fleiri orð, nú er að duga eða drepast.  Afskaplega fáar skýringar á fjarveru eru teknar gildar á fimmtudag, það er hreinlega ekkert annað í stöðunni en að mæta og hvetja FRAM til sigurs!

Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 14 13 0 1 464:287 177 26
2. Fram 14 13 0 1 422:263 159 26
3. ÍBV 14 9 1 4 368:309 59 19
4. Stjarnan 14 9 0 5 377:327 50 18
5. FH 13 8 0 5 322:320 2 16
6. HK 13 7 1 5 323:331 -8 15
7. Grótta 14 5 1 8 314:313 1 11
8. Haukar 13 4 0 9 288:341 -53 8
9. Selfoss 13 3 0 10 271:333 -62 6
10. Afturelding 14 1 1 12 258:390 -132 3
11. Fylkir 14 1 0 13 234:427 -193 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!