Frábæru styrktarjógatímar með Eygló í Framheimilinu fara aftur að stað föstudaginn þann 1. febrúar.
Fyrirkomulagið verður alveg eins og fyrir jól; kennt á sama tíma og sömu hópum haldið.
Kennt verður alla föstudaga til og með 24.maí, fyrir utan föstudaginn langa (29.mars)
Þetta er afar góð meiðslaforvörn fyrir átökin á hand- og fótboltavellinum.
Fyrri tíminn er milli kl. 15 og 16 og seinni tíminn frá kl. 16 til 17.
Gefinn verður kostur á að kaupa tvö mismunandi löng tímabil.
Bæði tímabilin hefjast 1.febrúar, það fyrra klárast 22.mars (8 skipti). Verð: kr. 4000.-
Lengra tímabilið klárast 24.maí (16 skipti). Verð: kr. 7000.- (þúsund króna afsláttur).
Frí er föstudaginn langa, 29. mars.
Skráning fer fram í hjá Bigga í síma 6998422 eða á emailið biggib@mmedia.is
Við skráninu þarf að koma fram:
Nafn barns
Aldur barns/flokkur/íþrótt
Nafn foreldris
Sími foreldris
Netfang foreldris
Í lok beggja námskeiða (22.mars/24.maí) gerum við okkur glaðan dag og förum öll saman í ísbúðina í Háaleiti.
Nánar um Eygló:
Eygló er ÍAK einkaþjálfari, Master Rehab þjálfari, jógakennari og viðskiptafræðingur.
Sem þjálfari og kennari hefur hún mestan áhuga á leiðréttingarþjálfun sem felur m.a. í sér að leiðrétta
og bæta líkamsstöðu sem leiðir af sér betri liðan og lægri meiðslatíðni.