fbpx
Styrkjtarjoga

Styrktarjóga fyrir stelpur

StyrkjtarjogaFrábæru styrktarjógatímar með Eygló í Framheimilinu fara aftur að stað föstudaginn þann 1. febrúar.

Fyrirkomulagið verður alveg eins og fyrir jól; kennt á sama tíma og sömu hópum haldið.

Kennt verður alla föstudaga til og með 24.maí, fyrir utan föstudaginn langa (29.mars)

Þetta er afar góð meiðslaforvörn fyrir átökin á hand- og fótboltavellinum.

Fyrri tíminn er milli kl. 15 og 16 og seinni tíminn frá kl. 16 til 17.

Gefinn verður kostur á að kaupa tvö mismunandi löng tímabil.
Bæði tímabilin hefjast 1.febrúar, það fyrra klárast 22.mars (8 skipti). Verð: kr. 4000.-
Lengra tímabilið klárast 24.maí (16 skipti). Verð: kr. 7000.- (þúsund króna afsláttur).

Frí er föstudaginn langa, 29. mars.

Skráning fer fram í hjá Bigga í síma 6998422 eða á emailið biggib@mmedia.is

Við skráninu þarf að koma fram:
Nafn barns
Aldur barns/flokkur/íþrótt
Nafn foreldris
Sími foreldris
Netfang foreldris

Í lok beggja námskeiða (22.mars/24.maí) gerum við okkur glaðan dag og förum öll saman í ísbúðina í Háaleiti.

Nánar um Eygló:
Eygló er ÍAK einkaþjálfari, Master Rehab þjálfari, jógakennari og viðskiptafræðingur.
Sem þjálfari og kennari hefur hún mestan áhuga á leiðréttingarþjálfun sem felur m.a. í sér að leiðrétta
og bæta líkamsstöðu sem leiðir af sér betri liðan og lægri meiðslatíðni.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!