fbpx
IMG_0106A

Bjarni Hólm til liðs við FRAM!

IMG_0106ABjarni Hólm Aðalsteinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild FRAM.  Bjarni er 28 ára varnarmaður.  Bjarni, sem er Seyðfirðingur, er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni, en hann kom til FRAM 18 ára að aldri árið 2002 og lék með félaginu um tveggja ára skeið.  Hann hefur einnig leikið með ÍBV og Keflavík í efstu deild hér heima og var nú síðast sem atvinnumaður í Noregi.
Bjarni Hólm hefur leikið 14 leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að leika með Fram á nýjan leik,“ sagði Bjarni þegar samningur hafði verið undirritaður.  „Það er gaman að koma hingað aftur, mikill kraftur og metnaður í félaginu og ég vona að ég geti hjálpað liðinu að ná markmiðum sínum.“

„Bjarni er góð viðbót við leikmannahópinn okkar og við erum ánægðir með að fá hann til liðs við okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari FRAM.  „Við ætlum okkur stóra hluti í sumar, förum ekkert dult með það, og þessi styrking undirstrikar þann metnað.“

Á myndinni eru frá vinstri Brynjar Jóhannesson f.h. knattspyrnudeildar FRAM, Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari karlaliðs FRAM í knattspyrnu.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!