FRAM heimsækir Aftureldingu í N1-deild karla í handknattleik í kvöld. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 19.30 að staðartíma.
FRAM situr sem sendur í þriðja sæti N1-deildar karla með 17 stig eftir 13 leiki, er fjórum stigum á eftir FH sem situr í öðru sæti og tólf stigum á eftir toppliði Hauka. Afturelding situr hins vegar í næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig.
FRAM hefur gengið upp og ofan með Aftureldingu síðustu misseri. Afturelding vann fyrri leik liðanna í deildinni á þessari leiktíð 29-24, FRAM vann leik liðanna í FRAMhúsinu í nóvember í fyrra 30-25 og liðin gerðu jafntefli að Varmá fyrir rétt tæpu ári, 23-23. Þegar liðin mættust að Varmá í desember 2011 hafði FRAM hins vegar sigur, 28-27.
Í sex síðustu viðureignum liðanna hefur FRAM hrósað sigri í þrígang, Afturelding hefur unnið tvo leiki og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
FRAM hefur unnið þrjá leiki í röð í deildinni, gegn Val, ÍR og HK, en Afturelding hefur hins vegar tapað tveimur, gegn Haukum og FH, en unnið Akureyri.
Staðan í N1-deild karla (af hsi.is):
|