FRAM heimsækir Gróttu í N1-deild kvenna í handknattleik klukkan 15.30 á laugardag. FRAM situr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Vals, en Grótta situr hins vegar í sjöunda sæti og hefur unnið tvo af þremur síðustu leikjum sínum.
Sagan er afar hliðholl FRAM þegar litið er á viðureignir gegn Gróttu undanfarin ár. FRAM hefur unnið tíu síðustu leiki sína gegn Seltirningum, sex í FRAMhúsinu og fjóra í Hertz-höllinni. Síðustu fimm leiki liðanna hefur FRAM unnið með nokkuð sannfærandi hætti, vann t.a.m. fyrri leikinn á þessari leiktíð með ellefu marka mun, 29-18, en fjórar af viðureignum liðanna á árunum 2008 og 2009 voru öllu jafnari. Grótta nældi síðast í stig gegn FRAM í október 2007, en þá skildu liðin jöfn á Seltjarnarnesi, 21-21.
Grótta fagnaði síðast sigri gegn FRAM í DHL-deildinni sem þá var og hét í mars 2007, hafði þá betur í FRAMhúsinu 27-16. Grótta vann alla þrjá leiki sína gegn FRAM á þessari leiktíð og leikurinn sem fram fór í Hertz-höllinni í nóvember 2006 er síðasti tapleikur FRAM í því fróma húsi. Grótta vann 25-19, þar sem Natasa Damiljanovic skoraði sjöt mörk fyrir Gróttu, en Hekla Daðadóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir FRAM.
FRAM situr eins og áður segir í öðru sæti N1-deildar kvenna, hefur unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum en tapað í tvígang fyrir Val. FRAM hefur unnið þrjá af fimm síðustu leikjum sínum, leikirnir gegn Val fóru báðir fram í janúar. Grótta situr í sjöunda sæti, hefur unnið sex leiki, gert eitt jafntefli og tapað átta leikjum. Grótta hefur unnið tvo leiki í röð, gegn Haukum og Stjörnunni, og þrjá af síðustu fimm, rétt eins og FRAM. Tapleikirnir tveir eru gegn ÍBV og Val.
Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):
|