Hin hliðin verður fastur liður á FRAM.is, við fáum að kynnast leikmönnum liðsins bæði í fótbolta og handbolta.
Við byrjum á línumanninum Garðari B. Sigurjónssyni sem hefur verið að koma sterkur inn í meistaraflokk karla í vetur. Hannn er einnig fastamaður í u-21 landsliði Íslands.
Fullt nafn: Garðar Benedikt Sigurjónsson
Gælunafn: Af mínum nánustu vinum er ég alltaf kallaður GAGA, en það er gælunafn sem Roland Eradze gaf mér, hann gat aldrei sagt Garðar. Annars kemur Gassi líka sterkt inn.
Aldur: 20 ára
Hjúskaparstaða? Einhleypur
Börn? Nei ekki enn.
Hvernig síma áttu? iPhone 4
Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég er dottinn í Modern Family, Big Bang Theory og Suits, annars get ég alltaf horft á Friends og Top Gear.
Uppáhalds vefsíður: Tek eiginlega alltaf sama rúntinn: fotbolti.net, 433.is, sport.is, handbolti.org og svo sportið á mbl.is og vísi.
Besta bíómyndin? Gladiator, get horft á hana endalaust oft. Fór líka á Django Unchained um daginn og hún er í einu orði sagt SICK !!
Hvernig tónlist hlustar þú á? Alæta á tónlist, hlusta samt eiginlega aðeins of mikið á rapp.
Uppáhaldsdrykkur: Blár Powerade.
Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Við förum oftast á BK á leikdegi, annars bý ég mér oftast til einhvern pastarétt með mikið af grænmeti og tómötum, smá parmesan skemmir líka ekki fyrir.
Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Moment of Clarity af svörtu plötunni með Jay-Z. Lætur þér líða eins og þú sért á leiðinni í stríð.
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Nei ekki beint hjátrúarfullur en ég fer alltaf fyrst í sokka og skó á vinstri fæti og svo tek ég alltaf sömu teygjur, ef þetta klikkar samt eitthvað hjá mér þá er það enginn heimsendir, þetta er bara ákveðin rútína hjá mér.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ég er voða lítið í því, pæli aðallega bara í sjálfum mér, ég brosi stundum framan í einhvern ef hann gerir eitthvað rugl í leiknum eða ef ég næ kannski að snúa vel á hann, læt hann aðeins vita af því að hann hafi veirð tekinn í þurrt.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Það er ekkert svoleiðis lið. Haukar og Valur eru reyndar ekki ofarlega á listanum en ekkert lið sem ég myndi aldrei spila með.
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég átti ekkert sérstakt átrúnaðargoð en það eru nokkrir sem koma til greina. Hvað handboltann varðar þá leit ég leit mikið upp til Patta og svo kom Robbi Gunn svona þegar að maður var farinn að taka boltann alvarlega, annars hefur nú Beckham alltaf verið maðurinn svona almennt.
Erfiðasti andstæðingur? Það er enginn sérstakur svo sem, maður er farinn þekkja þá sem maður spilar við nokkuð vel. Kannski Aron Rafn.
Ekki erfiðasti andstæðingur? Enginn sem kemur upp í huga.
Besti samherjinn? Þegar komið er út í leiki eru það örugglega Snitturnar þrjár ( Robbi, Siggi, Jói) því þeir finna línuna vel en svona almennt eru það bara allir. Þessi óheiðarlegi rauðhaus frá Akureyri og ég erum samt orðnir nokkuð nánir.
Sætasti sigurinn? Örugglega þegar að ég varð bikrameistari með 3. flokki Stjörnunnar, fyrsti alvöru titillinn. Síðan var líka ótrúlega sexy að vinna Frakkland í sumar á EM.
Uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United
Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben er flottur og Einar Örn líka. Þeir eru alltaf með hlutina á hreinu þegar að þeir eru að lýsa, fátt leiðinlegra en íþróttafréttamenn sem rugla öllu saman og klúðra staðreyndum.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Sá sem er oft í því að klúðra staðreyndum og rugla…. eins frábær gaur og Dolli er þá fer hann stundum í mínar fínustu.
Eitthvað að lokum? Maggi Jóns skuldar mér kippu af mjólk !!!!