Fullar sættir hafa náðst í deilu Fram og Hlyns Atla Magnússonar, fyrrverandi leikmanns félagsins.
Samkomulag vegna viðskilnaðar Hlyns Atla við Fram náðist í gær og fagna báðir aðilar þeirri niðurstöðu.
Fram þakkar leikmanninum ánægjulegt samstarf og fórnfýsi fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum stað. Á sama hátt þakkar Hlynur Atli Fram fyrir ánægjulega samfylgd til fjölda ára og óskar félaginu góðs gengis í framtíðinni.
Stjórn Knattspyrnudeildar Fram
Hlynur Atli Magnússon