fbpx
Mynd: Fótbolti.net

Helgi Sigurðsson genginn til liðs við FRAM

Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Framherjinn Helgi Sigurðsson, sem á haustmánuðum var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokkslið FRAM í knattspyrnu karla, fékk í dag leikheimild með Safamýrarliðinu og verður því spilandi aðstoðarþjálfari FRAM í sumar.

Helgi, sem er 38 ára, hefur um árabil verið einn öflugasti framherjinn í íslenska boltanum.  Hann hefur á gæfuríkum ferli leikið með Víkingum í tvígang, Stuttgart, T.B. Berlin, Stabæk, Panathinaikos, Lyn, AGF og Val og gengur nú til liðs við FRAM í fjórða sinn.  Helgi skoraði 23 mörk fyrir FRAM í 36 deildarleikjum 1993 og 1994 og 13 mörk í 18 leikjum sumarið 2006 og afrekaskráin hans hér heima á Fróni hljóðar upp á 99 mörk í 205 leikjum í deild og bikar.
Helgi lék á sínum tíma 63 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tíu mörk.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!