fbpx
Bikar2011

FRAM mætir Gróttu í Símabikarnum

Bikar2011Dregið var í undanúrsilt Símabikarkeppni karla og kvenna í handknattleik í hádeginu í dag.  Kvennalið FRAM var í pottinum og dróst gegn Gróttu.  ÍBV og Valur mætast í hinni viðureign undanúrslitanna, sem fram fara laugardaginn 9.mars.

Í undanúrslitum karla mætast Akureyri og Stjarnan annars vegar og Selfoss og ÍR hins vegar.  Undanúrslitaleikirnir í karlaflokki fara fram föstudaginn 8.mars, en þessari miklu bikarhelgi lýkur með úrslitaleikjum sunnudaginn 10.mars.  Leikirnir fara allir fram í Laugardalshöll.

Símabikar karla:
Undanúrslit:

Fös. 8.mars | Akureyri – Stjarnan
Fös. 8.mars | Selfoss – ÍR
Úrslitaleikur sunnudaginn 10.mars

Símabikar kvenna:
Undanúrslit:
Lau. 9.mars | FRAM – Grótta
Lau. 9.mars | ÍBV – Valur
Úrslitaleikur sunnudaginn 10.mars

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!