fbpx
halli_featured

Hin hliðin – Haraldur Þorvarðarson

26856_1423232022100_2051376_nFullt nafn: Haraldur Þorvarðarson

Gælunafn: Halli, en á indjánamáli þýðir það “Sá sem beislar glóðina.”

Aldur: 36.

Hjúskaparstaða? Á unnustu sem er gamall pönkari úr Þorlákshöfn og er oftast kölluð Rúna Rokk.

Börn? Tvö, Birta sem er 12 ára og Kolbeinn Ari sem er 1 árs.

Hvernig síma áttu? Samsung Galaxy en hann er til vandræða.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Er svona fræðsluefnis-nörri, Discovery er mín stöð og þar er fullt af nettum þáttum.

Uppáhalds vefsíður? Fram.is , handbolti.org, mbl.is, visir.is, facebook.

Besta bíómyndin? Var að horfa á Taken 2 í gærkvöldi og hún var góð en ekki alveg eins góð og fyrri myndin, 1 hún var svakaleg.  Ég er mjög epískur í myndum og fíla t.d. Troy, 300, Gladiator, Lord Of The Rings o.fl

Hvernig tónlist hlustar þú á? Hlusta á góða tónlist.

Uppáhaldsdrykkur? Wasser er best og fjörmjólk er næstbest.

Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Það verður að vera brauð, ávextir, smá sætindi og svo djús en lykilatriði finnst mér að borða ekki of mikið á leikdegi, mér finnst það óþægilegt.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Misjafnt, en það verður að vera eitthvað gamalt glysrokkdæmi, t.d með Whitesnake eða jafnvel Kiss.

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki? Var það áður en ég fattaði að það er ég sjálfur sem skapa mín örlög en ekki sokkarnir eða naríurnar eða eitthvað annað sem kemur leiknum ekki við.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið að rugla í mönnum inni á vellinum og það heppnast mjög oft, en annars er best að pirra andstæðinginn með því að geta eitthvað held ég.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Manchester United.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Man það ekki , það er svo langt síðan. Örugglega Siggi Sveins.

Erfiðasti andstæðingur? Uuuuuuu pfuff veit ekki.  Það var ógeðslegt að vera á móti Bjögga Bjögg og Sverre á æfingum 2006 þegar við unnum titilinn og ég held ég muni aldrei gleyma því hversu oft ég fór grátandi heim af æfingu af því að þeir voru búnir að lemja mig í rófustöppu.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Veit ekki hverju ég á að svara. Við myndum örugglega vinna Magna frá Grenivík í handbolta þannig að þeir fá mitt atkvæði þrátt fyrir að vera með stórkostlegt knattspyrnulið.

Besti samherjinn? Ég og Danni Berg vorum ósigrandi saman.  Það voru stundum læti en það vann okkur ekki nokkur maður. Ég, Rúnar Kára og Jói vorum líka ótrúlegir í körfu (upphitun) og vorum kallaðir Dream-team, töpuðum ekki leik á tímabilinu. Þetta eru menn sem eru góðir og það má bæta nokkrum við t.d Bjögga, Sverre, Andra Berg og fl. Þetta eru allt snillingar.

Sætasti sigurinn? Íslandsmeistarar 2006 eftir 36 ára bið.

Uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool.

Besti íþróttafréttamaðurinn? Einar og Þorkell.

Eitthvað að lokum? Já eina með rækjum og tvær með roastbeef. Eitt Snidres og eina Misk.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!