fbpx

FRAM heimsækir Aftureldingu í kvöld

UMFA-FRAM-N1kv-260213FRAM, sem situr í öðru sæti N1-deildar kvenna í handknattleik og er tveimur stigum á eftir toppliði Vals, heimsækir í kvöld Aftureldngu í Mosfellsbæ, liðið sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar.  Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 19.30.

Fyrirfram verður að telja harla líklegt að FRAMstúlkur sæki tvö stig í Mosfellsbæinn í kvöld, Afturelding er 28 stigum á eftir FRAM í deildinni og hefur ekki sótt gull í greipar liðanna í efri hlutanum.  Afturelding hefur hlotið 5 stig í átján leikjum á þessari leiktíð og stigin fimm hefur liðið öll aflað sér á heimavelli eftir áramót.  Mosfellsku meyjarnar hafa unnið stöllur sínar frá Selfossi með eins marks mun og Fylkisstúlkur með tveggja marka mun og gerðu jafntefil við HK.  FRAM situr hins vegar í öðru sæti með 32 stig, hefur unnið öll liðin í deildinni nema Val.

FRAM vann fyrri viðureign þessara liða í nóvember í FRAMhúsinu með 33 mörkum gegn 19.  Sunna Jónsdóttir skoraði 8 mörk í þeim leik og Stella Sigurðardóttir skoraði 6 mörk.  Afturelding leikur nú í N1-deildinni, eða efstu deild, að nýju eftir nokkra fjarveru.  Liðin hafa aðeins mæst þrisvar á síðustu fjórtán árum; FRAM vann báða leiki sína gegn Aftureldingu keppnistímabilið 1999-2000 með nokkuð sannfærandi hætti.  Þá voru atkvæðamestar í liði FRAM kempur á borð við Marinu Zouevu, Söru Smart, Svanhildi Þengilsdóttur og Björk Tómasdóttur.

Staðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 18 17 0 1 590:370 220 34
2. Fram 18 16 0 2 548:362 186 32
3. ÍBV 18 13 1 4 480:390 90 27
4. HK 18 11 1 6 450:438 12 23
5. Stjarnan 18 11 0 7 492:434 58 22
6. FH 18 10 0 8 446:454 -8 20
7. Grótta 18 8 1 9 426:421 5 17
8. Haukar 18 4 0 14 405:485 -80 8
9. Selfoss 18 4 0 14 380:471 -91 8
10. Afturelding 18 2 1 15 339:508 -169 5
11. Fylkir 18 1 0 17 311:534 -223 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0