Helgina 1. – 3.mars næstk. verður fjórða mót Íslandsmótsins í 6. flokki karla eldra ári haldið í FRAMhúsinu. 90 leikir verða spilaðir frá kl. 15.00 á föstudag fram til kl. 18.00 á sunndag. Rúmlega 40 lið koma alls staðar að af landinu og verður mikil stemming og mikið fjör.
Nú leitum við til ykkar enn og aftur til okkar duglega stuðningsliðs að leggja lóð á vogarskálarnar svo að framkvæmd mótsins verði okkur öllum til sóma. Foreldrar, iðkendur og þið öll sem hafið gaman að því að vera saman og leggja ykkar af mörkum við hin ýmsu störf sem til falla þegar svona stór verkefni ber að höndum, endilega hafið samband á handbolti@fram.is og fylgist með á Facebook og bloggsíðum ykkar flokka. Allir velkomnir og bakkelsi líka.