fbpx
Fram-Valur-SE2b

FRAM heimsækir Val í kvöld

Fram-Valur-SE2FRAM og Valur mætast í afar áhugaverðum Reykjavíkurslag í N1-deild karla í handknattleik í Vodafonehöllinni klukkan 19.30 í kvöld.  Afsláttur er sjaldnast veittur þegar þessi lið mætast, óháð grein eða flokki, en að þessu sinni er aukinheldur harla mikið í húfi; FRAM getur endanlega tryggt sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á meðan Valsmenn vilja ólmir lyfta sér af botni N1-deildarinnar.

Þetta er þriðja og síðasta  rimma FRAM og Vals í N1-deild karla á þessari leiktíð.  Liðin gerðu jafnteli í þeirri fyrstu í Vodafonehöllinni 23-23, en FRAM vann annan leikinn í FRAMhúsinu 28-25.  Þar með hófst sigurganga sem enn sér ekki fyrir endann á, FRAM hefur unnið sex leiki í röð og situr í þriðja sæti N1-deildarinnar.  Valsmenn hafa hins vegar leikið tíu leiki í röð án sigurs, hafa gert þrjú jafntefli, tapað sjö leikjum og sitja í neðsta sæti deildarinnar.  Síðan liðin mættust í byrjun desember hafa FRAMarar halað inn tólf stig, en Valsmenn tvö.

FRAM hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum gegn Val og í þeim fimmta gerðu liðin jafntefli.  Tvo þessara leikja vann FRAM með eins marks mun, einn með tveggja marka mun og einn með þriggja marka mun.  FRAM hefur ekki tapað í Vodafonehöllinni síðan í mars 2011, vann eina deildarleikinn þar á síðustu leiktíð og sótti þangað eitt stig fyrr á þessari leiktíð.

Búast má við svakalegum leik í kvöld og eru FRAMarar hvattir til að fjölmenna og láta vel í sér heyra.

Staðan í N1-deild karla (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Haukar 17 14 1 2 421:359 62 29
2. FH 17 11 1 5 436:424 12 23
3. Fram 17 10 1 6 453:424 29 21
4. ÍR 17 8 1 8 439:452 -13 17
5. Akureyri 17 6 2 9 413:424 -11 14
6. HK 17 5 3 9 415:435 -20 13
7. Afturelding 17 4 2 11 403:444 -41 10
8. Valur 17 2 5 10 406:424 -18 9

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!