Stjórn knattspyrnudeildar FRAM og varnarmaðurinn Kristján Hauksson, sem á síðustu leiktíð bar fyrirliðabandið hjá karlaliði félagsins, komust í dag að samkomulagi um starfslok leikmannsins. Kristján hefur því yfirgefið herbúðir FRAM.
Kristján, sem er 27 ára, hefur leikið með FRAM allan sinn feril, ef undan er skilið sumarið 2008, en þá lék hann með Fjölni. Kristján á samtals að baki 165 leiki í deild og bikar, 139 þeirra með FRAM, og hefur skorað 4 mörk.
Stjórn knattspyrnudeildar FRAM þakkar Kristjáni óeigingjarnt framlag hans til félagsins, þakkar honum samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.