fbpx
Bikarmeistarar mfl.kv. 2011

Símabikarhelgi í Höllinni

Miðasala001Um helgina verður stór handboltahátið í Laugardalshöll.   Þar fara FRAM úrslitaleikirnir í Símabikarnum bæði í  meistarflokkum og yngri flokkum kvenna og karla.

Við FRAMarar eigum tvö lið í úrslitum um helgina, í  4. fl.karla og 3 fl.kvenna.   Við eigum svo þriðja liðið í undanúrslitum, en stelpurnar okkar í 4. fl.kv.  eiga leik við Selfoss á fimmtudag.  Möguleiki er því á að við eigum þrjú unglingalið í úrslitum Símabikarsins um helgina .

Meistaraflokkur kvenna mun svo á laugardag leika undanúrslitaleik við Gróttu í Höllinni  og þar ræðst það hvort liðið nær alla leið í úrslitaleikinn á sunnudag.

Það er því spennandi handboltadagskrá í boði um helgina og vonandi verða FJÖGUR lið frá FRAM að leika úrslitaleiki í Símabikarnum þetta árið.  Ekki slæmt !

Hér fyrir neðan eru drög að dagskrá  og mikilvægt að þeir sem ætla á leik FRAM og Gróttu  í meistaraflokki kvenna kaupi miða í forsölu því þá styrkja þeir FRAM.

Bikarúrslitahelgin – Símabikarinn 2013

Laugardagur 9 mars

Kl. 11:00               Úrslitaleikur í 4. fl.kv. í Laugardalhöll.  Þar ætlum við að vera í úrslitum en undanúrslitaleikurinn
verður leikinn á fimmtudagskvöld á Selfossi, þannig að við vitum ekki fyrr en eftir þann leik hvort
stelpurnar í 4. fl. komast í þennan leik.

Kl. 15:45               FRAM  – Grótta
Undanúrslit í meistaraflokki kvenna.  ALLIR AÐ MÆTA Í BLÁU
, ÁFRAM FRAM !

Miðaverð á undanúrslitaleikinn er kr. 1.000.- en  kr. 1.500 á úrslitaleikinn fyrir fullorðna, 13 ára og eldri.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

FORSALA!
Íþróttahúsi FRAM í Safamýri
Alla vikuna frá kl. 10.00 – 14.00
Alla helgina frá kl. 12.00 – 15.00
Skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal
Alla vikuna frá kl. 10.00 – 14.00
Laugardag frá kl. 12.00 – 15.00

Ef FRAM vinnur undanúrslitaleikinn gegn Gróttu á laugardag verður opnaður forsölubás í anddyri Laugardalshallarinnar strax eftir leik.

Ef þú kaupir Símabikarmiða af FRAM í forsölu
rennur aðgangseyrir að öllu leyti til FRAM.

Kaupum miða í forsölu og styðjum FRAM.

 

Miðasala-banner-002


Sunnudagur 10 mars

Kl.11:00                Úrslitaleikur í 4. Fl.ka.  FRAM – Selfoss í Laugardalshöll

Dagskrá í Íþróttahúsi Fram, sunnudaginn 10. mars ef við vinnum leikinn á laugardag

Kl. 14:00              Húsið opnar, Framarar koma saman, skemmta sér og öðrum, hita upp fyrir leikinn.    Andlitsmálun
fyrir börnin.  Léttar veitingar á vægu verði  fyrir alla aldurshópa. Allir í bláu. (nánar síðar).

Kl. 15:15              Allir koma sér  niður í Laugardalshöll, stuðningsmenn Fram koma sér fyrir vestanmegin í stúkunni,
                              allir í bláu.  Áfram Fram !!!!

Kl. 16:00               Úrslitaleikurinn í meistaraflokki kvenna  ???????

Kl. 20:00               Úrslitaleikur í 3. fl.kv.  FRAM – Selfoss í Laugardalshöll

ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ !

MÆTUM OG HVETJUM  FRAM  TIL SIGURS !

ÁFram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!