Um helgina verður stór handboltahátið í Laugardalshöll. Þar fara FRAM úrslitaleikirnir í Símabikarnum bæði í meistarflokkum og yngri flokkum kvenna og karla.
Við FRAMarar eigum tvö lið í úrslitum um helgina, í 4. fl.karla og 3 fl.kvenna. Við eigum svo þriðja liðið í undanúrslitum, en stelpurnar okkar í 4. fl.kv. eiga leik við Selfoss á fimmtudag. Möguleiki er því á að við eigum þrjú unglingalið í úrslitum Símabikarsins um helgina .
Meistaraflokkur kvenna mun svo á laugardag leika undanúrslitaleik við Gróttu í Höllinni og þar ræðst það hvort liðið nær alla leið í úrslitaleikinn á sunnudag.
Það er því spennandi handboltadagskrá í boði um helgina og vonandi verða FJÖGUR lið frá FRAM að leika úrslitaleiki í Símabikarnum þetta árið. Ekki slæmt !
Hér fyrir neðan eru drög að dagskrá og mikilvægt að þeir sem ætla á leik FRAM og Gróttu í meistaraflokki kvenna kaupi miða í forsölu því þá styrkja þeir FRAM.
Bikarúrslitahelgin – Símabikarinn 2013
Laugardagur 9 mars
Kl. 11:00 Úrslitaleikur í 4. fl.kv. í Laugardalhöll. Þar ætlum við að vera í úrslitum en undanúrslitaleikurinn
verður leikinn á fimmtudagskvöld á Selfossi, þannig að við vitum ekki fyrr en eftir þann leik hvort
stelpurnar í 4. fl. komast í þennan leik.
Kl. 15:45 FRAM – Grótta
Undanúrslit í meistaraflokki kvenna. ALLIR AÐ MÆTA Í BLÁU, ÁFRAM FRAM !
Miðaverð á undanúrslitaleikinn er kr. 1.000.- en kr. 1.500 á úrslitaleikinn fyrir fullorðna, 13 ára og eldri.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
FORSALA!
Íþróttahúsi FRAM í Safamýri
Alla vikuna frá kl. 10.00 – 14.00
Alla helgina frá kl. 12.00 – 15.00
Skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal
Alla vikuna frá kl. 10.00 – 14.00
Laugardag frá kl. 12.00 – 15.00
Ef FRAM vinnur undanúrslitaleikinn gegn Gróttu á laugardag verður opnaður forsölubás í anddyri Laugardalshallarinnar strax eftir leik.
Ef þú kaupir Símabikarmiða af FRAM í forsölu
rennur aðgangseyrir að öllu leyti til FRAM.
Kaupum miða í forsölu og styðjum FRAM.
Sunnudagur 10 mars
Kl.11:00 Úrslitaleikur í 4. Fl.ka. FRAM – Selfoss í Laugardalshöll
Dagskrá í Íþróttahúsi Fram, sunnudaginn 10. mars ef við vinnum leikinn á laugardag
Kl. 14:00 Húsið opnar, Framarar koma saman, skemmta sér og öðrum, hita upp fyrir leikinn. Andlitsmálun
fyrir börnin. Léttar veitingar á vægu verði fyrir alla aldurshópa. Allir í bláu. (nánar síðar).
Kl. 15:15 Allir koma sér niður í Laugardalshöll, stuðningsmenn Fram koma sér fyrir vestanmegin í stúkunni,
allir í bláu. Áfram Fram !!!!
Kl. 16:00 Úrslitaleikurinn í meistaraflokki kvenna ???????
Kl. 20:00 Úrslitaleikur í 3. fl.kv. FRAM – Selfoss í Laugardalshöll
ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ !
MÆTUM OG HVETJUM FRAM TIL SIGURS !
ÁFram Fram