fbpx
Kiddi vallarstjóri Betri

FRAM leikur á besta fótboltavelli landsins, Kristinn bestur.

Síðastliðinn föstudag stóðu Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla.  Samhliða ráðstefnunni héldu samtökin aðalfund sinn og þar var bryddað upp á þeirri nýjung að velja vallarstjóra ársins, bæði fyrir golfvelli sem og knattspyrnuvelli.

SÍGÍ leitaði til aðila innan fótboltans og báðum þá um að velja þá velli sem þeim þóttu bestir sumarið 2012.

Þeir sem fengu boð um að velja vallarstjóra ársins voru, dómarar og þjálfarar í efstu deild karla.  Svörunin var með ágætum og fór það svo að Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var kjörinn vallarstjóri ársins 2102 og er hann vel að þeim titli kominn.

Við FRAMarar óskum Kristni til hamingju.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email