Þrjár breytingar hafa verið gerðar á Lengjubikardagskrá karlaliðs FRAM í knattspyrnu. Leikur Breiðabliks og FRAM hefur verið færður fram um einn dag og fluttur úr Kórnum á FRAMvöllinn í Úlfarsárdal, leikur FRAM og Vals hefur verið færður fram um þrjár vikur og leikur FRAM og Selfoss hefur verið færður aftur um einn dag.
Eftir þessar breytingar lítur dagskrá FRAMliðsins í Lengjubikarnum svona út:
Lau. 9.mars kl. 13.00 | Breiðablik – FRAM | Úlfarsárdalur
Mið. 13.mars kl. 19.00 | FRAM – Valur | Úlfarsárdalur
Lau. 16.mars kl. 13.00 | FRAM – Selfoss | Úlfarsárdalur
Lau. 23.mars kl. 12.00 | ÍA – FRAM | Akraneshöll
Fös. 12.apríl kl. 20.00 | Víkingur – FRAM | Víkingsvöllur